Hóffífill [Tussilago farfara] er nú að komast í blóma en á vefnum liberherbarum.com er heilmikið efni að finna um jurtina og hvar frekari fróðleik er að finna.

Á floraislands.is segir Hörður Kristinsson svo um jurtina:

Hóffífill [Tussilago farfara] er slæðingur sem hefur breiðst mjög út á höfuðborgarsvæðinu síðustu áratugi. Hann mun einnig vera kominn til nokkurra annarra bæja ...

Njóli. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Á sumarsólstöðum mun auðveldast að ná njóla upp með rótum, en hann á að vera næsta laus frá moldu einmitt nú. Þetta ráð kemur frá mætum manni, Bjarna Guðmundssyni, fv. prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri og mun því ekki rengt hér heldur fólk hvatt til að láta reyna á rótleysi njólans á sumarsólstöðum, skildi hann eiga sér bústað þar ...

 Þegar villtar jurtir eru tíndar skal ávallt hafa góðar myndir af jurtunum til samanburðar, því það getur oft verið erfitt að greina á milli líkra plantna og hér á landi eru til nokkrar eitraðar jurtir, t.d. ferlaufungur og stóriburkni.

Gætið þess einnig að tína aldrei svo mikið á sama stað að hætta sé á að jurtinni verði útrýmt, því ...

Blóðberg í skjóðu. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Eins og það er skemmtilegt að fara út og finna í matinn og leita ákaft að fyrstu vorjurtunum, þá er viss léttir í því fólginn að ná öllu undir þak þegar veturinn kemur. Sumir hafa safnað meira en aðrir. Sumir eiga stærri og betri geymslur með sultum, sykruðum hvannaleggjum og tejurtum. Þeir eiga rótarávexti í kaldri kompu, fjallagrasapoka og vel ...

Lummusveppur ()Paxillus involutus

Lummusveppur (Paxillus involutus)

Frekar stór grábrúnn sveppur sem dökknar við snertingu. Flatur hattur með innbeygðu hattbarði. Var áður fyrr talinn ætur eftir suðu en sú aðgerð eyðileggur aðeins þann hluta eiturefnanna sem valda magakvölum. Önnur eiturefni hans geta valdið skemmdum á blóðrásinni þegar þau ná vissu magni í líkamanum.

Ljósmynd: Paxillus involutus, Wikipedia Commons.

Kúalubbi (Leccinum scabrum)

Kúalubbi (Leccinum scabrum)

Pípusveppur með þurran brúnan hatt og drapplitu pípulagi. Ágætur matsveppur ef hann er ungur og óskemmdur en einstaklega athafnasöm fluga verpir eggjum sínum í pípulagið strax og aldinið sprettur upp úr jörðinni.

Gott að skera burt neðri hluta stafsins ef hann hefur trénað en oft er stafurinn það eina ómaðkaða af sveppnum. Mjög algengur sveppur sem vex ...

Berserkjasveppur (Almanita muscaria)

Berserkjasveppur (Almanita muscaria)

Berserkjasveppur er sveppur af ættkvísl reifasveppa. Hann hefur mjög einkennandi útlit með rauðan hatt sem hefur hvítar doppur og hvítan beinan stilk. Berserkjasveppur verður stór; hatturinn nær allt að 30 sm í þvermál. Hvítu flekkirnir á hattinum eru leifar af hvítri himnu sem þekur allan sveppinn þegar hann er mjög ungur.

Berserkjaveppur er eitraður og inniheldur nokkur ...

24. ágúst 2014

Lerkisveppur (Suillus grevillei)

Lerkisveppur (Suillus grevillei)

Pípusveppur með gulan til gulbrúnan hatt og gult pípulag undir honum. Mjög góður matsveppur.

Best er að tína unga sveppi og skera stafinn burt af eldri sveppum þar til sést í fagurgult holdið. Myndar svepprót með lerki og vex álíka langt frá trénu og rótarkerfi þess nær. Vex oft í miklu magni í tiltölulega ungum lerkiskógum.

Ljósmynd ...

Ullblekill (Coprinus comatus)

Ullblekill (Coprinus comatus)

Hávaxinn, grannur hattsveppur með ullarkennda áferð á hatti. Bragðgóður sveppur, sérstaklega ef hann er steiktur eða soðinn í rjóma.

Tínið aðeins unga sveppi sem enn eru hvítir og helst lokaðir. Geymist ferskur í nokkra klukkutíma en geymist vel frystur.

Algengur sveppur í byggð, meðfram þjóðvegum þar sem hann vex oft í þyrpingum.

Ljósmynd: Ullblekill (Coprinus comatus) Wikipedia ...

Furusveppur (Suillus luteus)

Furusveppur (Leccinum scabrum)

Pípusveppur með dökkbrúnan, stundum slímugan hatt og fölgult pípulag. Stafurinn er hvítur og hvítur kragi á honum.

Bragðgóður matsveppur sem hentar vel í flesta svepparétti. Best er að tína sveppinn þegar hann er ungur. Auðvelt er að fletta brúna laginu og slíminu af með hníf.

Ljósmynd: Leccinum scabrum, Wikipedia Commons.

Rabarbari ber við himinn (Rheum rhabarbarum / Rheum x hybridum)Heiti: Krabbabaramauk

Höfundur: Úr gamalli bók/Magnús

Innihald: 2,5 lítri rabbarbari, 1 lítri krækiber, 2,5 kg sykri eða minna (!)

Aðferð: Sjóða rabbabara og sykur saman (kannski hálftíma) og þegar útlit er fyrir að sultan sé til eftir ca. 20 mín. þá er krækiberjunum skutlað út í. Eitthvað af berjunum springa, en skemmtilegast ef það næst að ...

10. ágúst 2014

Kóngssveppur (Boletus edulis)

Kóngssveppur (Boletus edulis)
Digur pípusveppur með brúnan hatt og ljóst pípulag sem gulnar heldur við þroskun. Mjög góður matsveppur með bragði sem minnir á hnetur. Ungir sveppir með hvítum staf eru bestir og þá má nota hráa í salöt. Alltíður í skógum á Vesturlandi og hér og hvar, jafnt í náttúrulegum birkiskógum sem plöntuðum barrskógi.

Ljósmynd: Kóngssvepurr (Boletus edulis) Wikipedia ...

Ljósatvítönn [Lamium album] er innfluttur slæðingur sem vex víða við bæi í sveitum, einna algengust á vestanverðu Norðurlandi og á vestanverðu Suðurlandi. Oft finnst hún einnig á gömlum eyðibýlum. Myndin var einmitt tekin í garði við eyðibýli í Flóabyggð. Heimildaleit leiddi í ljós að ekki virðist vera mikið vitað um virkni jurtarinnar hér á landi, né á hún sér sögu ...

Hann er fjölær planta og fer að stinga upp kollinum strax og snjóa leysir og frost að linast. En hægt fer hann, og oft er löng bið eftir að fyrstu blöðin náist inn eftir að fyrst fer að örla á þeim. Það er svolítið lakkrísbragð af kerfli og blöðin fíngerð. Nafnið kemur úr frönsku og þar hefur hann verið notaður ...

Efnisorð:

Grænar síður aðilar

Grasaskjóðan

Skilaboð: