Demeter-merktar vörur eru frá lífefldum (biodynamískum) landbúnaði og byggja á hugmyndafræði Rudolf Steiners. Í lífefldum landbúnaði er lögð er áhersla á heildrænar aðferðir og hringrás næringarefna í náttúrunni. Gerðar eru kröfur um að býli í lífefldum landbúnaði sé lífræn heild. Það felur m.a. í sér að að áburður til ræktunar komi frá dýrum á sama bæ. Reglurnar ná yfir ...
Námskeiðið „Lifandi víxlverkan, kosmískir straumar - jarðneskt ferli“ á grundvelli 2. fyrirlestrar úr Landbúnaðarnámskeiði Rudolf Steiner, verður haldið í Skaftholti laugardaginn 13. október frá 10:00-16:00.
Leiðbeinandi er Henk-Jan Meijer.
Námskeiðsgjald eru þrjúþúsund krónur og er hádegisverður innifalinn.
Vinsamlegast skráið þátttöku á skaftholt@simnet.is.
Sjá Skaftholt hér á Grænum síðum.
Í Skaftholti í Gnúpverjahreppi er stundaður lífrænn og lífefldur (bíódýnamískur) búskapur. Þar hefur ennfremur verið unnið mikið og merkilegt meðferðarstarf í 31 ár. Skaftholt er sjálfum sér nægt með búsafurðir allar. Þar lifa og starfa nú um 20 manns. Mikil uppbygging hefur átt sér stað en þeir einstaklingar sem búa í Skaftholti þurfa friðsælt umhverfi og mikilvægur þáttur í meðferðarstarfinu ...
Um helgina átti sér stað merkilegur atburður þegar hópur fólks fékk að fylgjast með lífhvatagerð í Skaftholti í Þjórsárdal.
Hvatarnir eru flestir gerðir úr þurrkuðum blómum eða berki. Jurtunum er komið fyrir í innyflum, horni og hauskúpu jórturdýra sem síðan eru grafin í jörðu og látin liggja þar yfir veturinn. Minnir þetta um margt á alkemíu og fornan galdraseyð enda ...
Hvað býr að baki lífefldri ræktun?
Námskeið á Sólheimum og Skaftholti 27.-29. nóv. ‘09. Hollendingurinn Henk-Jan Meyer heldur fyrirlestra á ensku. Vettvangsferðir í Skaftholt sem byggir starf sitt á lífefldri ræktun.
Upplýsingar um námskeiðsgjald og gistingi í síma 486 6002 & skaftholt@simnet.is.