Samkvæmt kenningum sambýlisræktunar þá líður gulrótum vel með laufsalati, lauk, steinselju og radísum. Ég setti því gulrætur, lauk, blaðsalat og radísur saman í beð í eldhúsgarðinn minn í dag.
Gulrótarfræjunum sáði ég beint í garðinn en laukurinn var forræktaður. Það var því ekki hægt að leggja neitt yfir nýsáð fræin án þess að kremja lauklaufin. Til að bægja frá fuglum ...


Samrækt er hugtak sem t.a.m. er notað yfir samrækt jurta og fiska en getur einnig tekið til þess hvaða jurtir hjálpa hvorri annarri, hverjar passi vel saman af ýmsum ástæðum. Hugtakið companion planting mætti einnig þýða sem sambýlisræktun. Við getum notað það til að aðgreina það frá plöntu- og fiskeldinu.