Birki er ekki aðeins gott til lækninga, eins og t.d. í birkielixír heldur er það frábært sem te og sem krydd á lambalærið.
Eftir að hafa pillað einstaka klístruð birkiblöð af greinum í nokkur ár fékk ég nóg, hef hreinlega ekki tíma til að brenna og tók mér Hildi Hákonardóttur til fyrirmyndar og prófaði að fara að hennar ráði ...


Sé maður úti á gangi um heiðar og finni mjúkan og örlítið rakan hreindýramosa er ekkert á móti því að taka lúkufylli með heim og setja í flatbrauð eða heilhveitibollur. Best er að gera þetta strax því hann molnar þegar hann þornar og þó bragðið breytist ekki verður lítið úr honum. Björn í Sauðlauksdal segir að hann þurfi mikla suðu ...