Mandarínukassar frá liðnum jólum geta verið ágætis ræktunarílát fyrir jarðarber eða annað sem þarf að koma fyrir í hillum í gróðurhúsi. Nema auðvitað rótargrænmeti.
Í mínu heimatilbúna plastgróðurhúsi reyni ég það allavega. Ég fóðraði kassana fyrst með plasti en klippti smá göt á það í hornum svo vatn geti runnið af þeim.
Hitt ráðið hefði verið að nota venjulega potta ...