Stykkishólmsbær stofnun
Stykkishólmur
340
Stykkishólmur
Á Græna kortinu:
Vottanir og viðurkenningar:
Burðarplastpokalaust sveitarfélag
Merki tilraunaverkefnis á vegum Stykkishólmsbæjar sem felst í því að gera bæinn burðarplastpokalausann. Stefnt var að því að þann 4. september 2014 hafi burðarplastpokanotkun verið hætt með pompi og prakt í öllum verslunum í sveitarfélaginu. Ennfremur var stefnt að því að þekkingin sem verður til muni nýtast öðrum sveitarfélögum til að fylgja í kjölfarið.
EarthCheck Gold Certified
EarthCheck (áður Green Globe) er viðmiðunar-og vottunarkerfi sem stuðlar að sjálfbærri ferðaþjónustu. Það er byggt á Dagskrá 21 og gefur fyrirtækjum og samfélögum tækifæri á að vinna á markvissan hátt að umhverfismálum. EarthCheck leggur áherslu á þá meginþætti tengda umhverfinu, félags- og efnahagsmálum sem hafa mest áhrifa á umhverfið. Fyrirtæki í ferðaþjónusta og samfélög innan EarthCheck eru að finna um allan heim og í helstu greinum innan ferðaþjónustunnar. EarthCheck Gold Certified er merki þeirra fyrirtækja og og samfélaga sem náð hafa EarthCheck fullnaðarvottun.