Á Græna kortinu:

Menningarsetur

Hér eru skráð öll menningarsetur á Íslandi. Þau eiga á ýmsan hátt snaran þátt í sjálfsmynd þjóðarinnar, umhverfi, menningu og ímynd borga og sveita. Söfn, setur og minnisvarðar sem og staðir sem eru ekki endilega stofnanavæddir eru skráðir í þennan flokk.

Álfabyggð

Trú á álfa og tröll er sennilega tengd keltneskri arfleifð okkar, sem og óbilgjarnri náttúru og veðráttu. Hér kortleggjum við helstu staði sem taldir eru vera byggðir álfa, anda eða annarra yfirnáttúrulegra fyrirbæra.

Skilaboð: