Matur úr héraði - Vesturland.

Merkinu er ætlað að vera uppruna og gæðastimpill fyrir vestlensk matvæli og rétti á matseðlum veitingahúsa.

Eftirfarandi viðmið verða höfð til hliðsjónar við úthlutun merkisins:

1. Að varan/rétturinn sé framleidd samkvæmt lögum um matvælaeftirlit og hollustuhætti við framleiðslu og dreifingu matvæla.

2. Að uppistaðan í hráefni vörunnar/réttsins sé upprunnin af Vesturlandi og að hver sú vinnsla sem gefur vörunni/réttinum einkenni sitt sé unnin á Vesturlandi.

3. Að varan/rétturinn hafi greinilega skýrskotun til vestlenskra matarhefða annaðhvort með því að endurspegla þjóðlega vestlenska hefð í matargerð eða endurspegla vöruþróun sem hefur skírskotun til svæðisins og upprunans.

4. Að varan/rétturinn tengist íslenskri matarhefð

Vefsíða: http://www.vaxtarsamningur.is/Default.asp?Sid_Id=51159&tId=1&Tre_Rod=&qsr

Skilaboð: