Ingólfsfjall - Skömm Suðurlands
Tillögur að viðbrögðum hafa þegar verið reifaðar í framhaldi af úrskurðinum. Greinarhöfundur leggur til að aðvörunarskilti verði reist við þjóðveg 1 áður en komið er að Kögunarhóli og einnig austar fyrir umferð í vesturátt, þar sem varað verði rækilega við skemmdunum á fjallinu t.d. „Aðvörun, þú nálgast nú Ingólfsfjall, skömm Suðurlands. Náttúruunnendum er ráðlegt að horfa ekki í átt til fjallsins!“ eða „Aðvörun, öll umferð fram hjá fjallinu á eigin ábyrgð.“ eða “„Aðvörun, eyðilegging leyfð vegna græðgi. Kvartanir leggist fram við hreppsnefnd Ölfuss“.
Sjá frétt á vef Landverndar um niðurstöðurnar.
-
Myndin er tekin af Þórustaðanámu í byrjun árs, nú er komið stórt skarð efst í rásinni og það mun halda áfram að stækka.
Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Ingólfsfjall - Skömm Suðurlands“, Náttúran.is: 1. desember 2006 URL: http://nature.is/d/2007/03/16/ingolfsfjall_skomm/ [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 16. mars 2007
breytt: 30. apríl 2007