Kristín Vala Ragnarsdóttir, prófessor við Jarðvísindastofnun og Stofnun Sæmundar fróða um sjálfbæra þróun er meðhöfundur af athugasemd (Comment) sem birt var í vísindatímaritinu Nature í dag þ. 16. janúar. Hún ásamt stýrimeðlimum félagasamtakanna Alliance for Sustainability and Prosperity (ASAP - Samtök um sjálfbærni og velmegun – www.asap4all.org ) unnu með ríkisstjórn Buhtan í að þróa nýja framtíðarsýn fyrir heiminn sem byggist ekki á vergri landsframleiðslu, heldur á vellíðan og hamingju þjóðfélagsþegnanna. Verg landsfamleiðsa (VLF - gross domestic product – GDP) byggist á því að mæla flæði fjár innan þjóðfélaga og gefur skakka mynd þegar til dæmis slys eða náttúruhamfarir verða því þá hækkar VLF.

Verg landsframleiðla hefur verið nýtt í árabil til að mæla árangur þjóða. Sú stefna hefur leitt til mikillar eyðinggingar náttúrunnar, eyðingu auðlinda og meiri og meiri misskiptingu auðs innan þjóða og á milli þjóða. Í athugasemdninni í Nature mælir ASAP hópurinn með því að mældir séu aðrir stuðlar sem beinast að velferð, vellíðan, velmegun og hamingju þjóðfélagsþegna.

Buhtan hefur leitt heiminn í að reikna reglulega út hamingjstuðla fyrir sína þjóðfélagsþegna (GHP – Gross National Happiness – verg hamingja).  Núna stefna Sameinuðuþjóðirnar í að setja nýja þróunarstefnu sem yfirleitt er talað um sem stefnuna um sjálfbæra þróun (Sustainable Developement Goals) eftir að tímabili þúsundáraþróunarstefnunar (Millennium Development Goals) lýkur 2015 og hefur Bútanstjórn unnið að því að leiðbeina því ferli ásamt fjölda vísindamanna alls staðar úr heiminum og var ASAP stýrihópurinn þar með.   Þar sem stefna Bútanstjórnar hefur nú breytst nokkuð eftir kosningar sl. sumar hefur ASAP hópurinn haldið áfram sinni rannsóknavinnu sem hefur leitt til nokkurra sameiginlegra greina og þessari Nature athugasemd auk bókar sem verið er að vinna að. Þar að auki er ASAP hópurinn að leitast við að leiða saman hugmyndir hudruða ef ekki þúsunda hópa sem vilja hafa áhrif á nýju þrónunarstefnuna. Allar niðurstöður ASAP eru einnig sendar til Sameinuðuþjóðanna til að leiðbeina þeirra ferli fyrir 2015-2030 stefnuna um sjálfbæra þróun. „Það hefur verið ótrúlega skemmtilegt og gefandi ferli að vera með í þessari þróunarstefnuvinnu og ég mun aldrei gleyma heimsókn minni til Buhtan sl. vetur”, segir Kristín Vala Ragnarsdóttir.

Sá sem leiðir ASAP hópinn er Robert Costanza sem er professor í visthagfræði við Þjóðarháskólann í Camberra í Ástralíu (Australian National University).  Einnig eru með í hópnum auk Kristínar Völu vísindamenn og sjálfbærnisérfræðingar frá Ítalíu, Bretlandi, Bandaríkjunum og Suður Afríku.

Sjá greinina á Nature.com.

Efri mynd: Myndskreyting við greinina á Nature.com eftir Pete Ellis á drawgood.com. Ljósmynd: Kristín Vala Ragnarsdóttir (í efstu röð t.h.í blárri blússu) með sérfræðingahópnum á tröppum hallarinnar í Buhtan.

Birt:
16. janúar 2014
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Kristín Vala Ragnarsdóttir „Athugasemd í vísindatímaritinu Nature“, Náttúran.is: 16. janúar 2014 URL: http://nature.is/d/2014/01/08/athugasemd-i-visindatimaritinu-nature/ [Skoðað:5. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 8. janúar 2014
breytt: 16. janúar 2014

Skilaboð: