Ímyndið ykkur framtíðina án plastpoka í öllum skápum og skúffum heimilisins þar sem litlu plastikpokahaldararnir inni í eldhússkápnum ná aldrei að halda utan um allan þann fjölda plastpoka sem læðast inn á heimilið úr búðinni.

Sú framtíð er ekki langt undan á Hawai þar sem öll fjögur byggðu sveitarfélög landsins hafa samþykkt plastpokabann í kjörbúðum en bannið mun taka gildi þann 17. janúar nk.

Viðskiptavinir geta fengið keypta bréfpoka í verslunum eða tekið með sér fjölnotainnkaupapoka að heiman.

Nálægðin við sjóinn hefur haft sitt að segja með að gera fljúgandi plastpoka sýnilegri á Hawai og vandamálin sem fylgja plastrusli í sjónum og áhrif þess á lífríkið eru greinilegu þorra íbúa landsins.

Það voru umhverfissamtök sem komu hugmyndinni áfram og fylgdu henni eftir inn á borð svetiarstjórnanna.

En þetta er einungis fyrsta skrefið. Næsta skref verður að hætta sölu bréfpoka i verslunum og hvetja neytendur þannig til að taka ábyrgð og nota fjölnota innkaupapoka í öllum innkaupferðum sínum.

Birt:
9. janúar 2014
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Plastpokabann verður innleitt á Hawai“, Náttúran.is: 9. janúar 2014 URL: http://nature.is/d/2014/01/09/plastpokabann-verdur-innleitt-hawai/ [Skoðað:5. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 19. febrúar 2015

Skilaboð: