Segir ráðherra ganga erinda Landsvirkjunar
Árni Finnsson, formaður Nátturuverndasamtakanna segir umhverfisráðherra ganga erinda Landsvirkjunar með því að breyta mörkum friðlands Þjórsárvera. Katrín Júlíusdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, hefur óskað eftir opnum fundi um málið í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis.
Sigurður Ingi Jóhannsson hefur ákveðið að draga upp ný mörk friðlands Þjórsárvera í kringum fyrirhugað lónsstæði, líkt og Landsvirkjun lagði til síðasta sumar.
Náttúruverndarsamtök Íslands hafa lýst áhyggjum af því að nýju mörk friðlandsins verndi ekki þrjá vatnsmikla fossa neðan fyrirhugaðrar veitu, Dynk, Kjálkaversfoss og Gljúfurleitarfoss
Fram hefur komið að þegar hefur rennsli í Þjórsá minnkað um fjörutíu prósent frá því Landsvirkjun hóf framkvæmdir á svæðinu fyrir áratugum. Í rammaáætlun um þá virkjun sem slegin var af, kemur fram að rennsli í fossunum minnki enn frekar verði af veituframkvæmdum.
Náttúruverndasamtökin fordæma nýju friðlandstillögu umhverfisráðherra og Árni Finsson, formaður þeirra, segir ráðherra vera að vernda hagsmuni Landsvirkjunar, hann fari að þeirra kröfum án nokkurs tilefnis. „Ástæðurnar fyrir þessari breytingu eru fyrst og fremst kröfur Landsvirkjunar sem hann hefur samið um í samvinnu við Landsvirkjun og þetta er engin góð stjórnsýsla,“ segir Árni sem telur að ráðherrann sé með þessu að ganga erinda Landsvirkjunar.
Sjá umfjöllunina í kvöldfréttum á RÚV í kvöld (4. jan. 2014).
Ljósmynd: Árni Finnsson í viðtali í í kvöldfréttum á RÚV í kvöld.
Birt:
Tilvitnun:
Rúv „Segir ráðherra ganga erinda Landsvirkjunar“, Náttúran.is: 4. janúar 2014 URL: http://nature.is/d/2014/01/04/segir-radherra-ganga-erinda-landsvirkjunar/ [Skoðað:23. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.