Jólasteikin og aðrar fórnir - tákn jólanna
Mennirnir hafa frá fornu fari fórnað skepnu til guða sinna þegar mikið lá við. Valið besta sauðinn eða það dýr sem hendi var næst og í sumum tilvikum lagt mikið upp úr því að innbyrða það með viðhöfn á eftir. Jólasteikinni má líkja við fórn til guðs/guðanna fyrir endurkomu ljóssins. Staðreyndin er að við mennirnir höfum í raun lítið breyst í gegnum aldirnar.
Valið á jólasteikinni er fastur siður í flestum fjölskyldum og virðist gegna sama hlutverki og íhaldsamir ættbálkasiðir, þ.e. að marka sérstöðu fjölskyldunnar og tengja ættlna böndum kynslóð fram af kynslóð.
Eru rjúpur, hangikjöt eða hamborgarhryggur í matinn hjá þinni fjölskyldu?
Nánar um kjötvörur og umhverfisáhrif af því að leggja sér blessaðar skepnurnar til munns.
Grafík: Hangigjöt á fati, Guðrún Tryggvadóttir ©Náttúran.is.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Jólasteikin og aðrar fórnir - tákn jólanna“, Náttúran.is: 24. desember 2013 URL: http://nature.is/d/2007/12/19/jolasteikin-og-aorar-fornir-takn-jolanna/ [Skoðað:5. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 19. desember 2007
breytt: 18. desember 2013