Eldhúsgarðurinn - góð ráð til að rækta garðinn sinn
Matjurtargarður getur verið stór eða lítill, villtur eða ákaflega vel skipulagður eins og Eldhúsgarðurinn hér á vef Náttúrunnar en hann er hugsaður sem einskonar „fyrirmyndargarður“ sem hver og einn getur síðan breytt að eigin geðþótta og aðlagað aðstæðum svo sem; fjölskyldu- og garðstærð, tíma og nennu.
Hugmyndin að Eldhúsgarðinum* er sú að útfæra matjurtaræktun sem getur verið flókin á einfaldan og skemmtilegan máta. Nákvæm skipulagning getur virst þrúgandi við fyrstu sýn en hún er, þegar upp er staðið, einfaldari leið en sú að misreikna sig og gefast svo kannski upp á miðju sumri án þess að uppskera neitt sem heitið getur. Hver og einn getur auðvitað valið hvaða ráð hann notfærir sér og hver ekki.
Vist er þægilegt að pota niður hinu og þessu eftir því hvaða plöntur rata til manns og hvaða fræpokar finnast í geymslunni síðan í fyrra eða í rekkanum í blómabúðinni. En þau okkar sem þurfum að spara pláss, tíma og peninga en höfum þó engu að síður þann metnað að uppskera sem mest ætilegt fyrir eldhúsið í sumar – við þurfum skipulag sem nýtir plássið vel og gefur glögga yfirsýn yfir hvað er hægt að rækta og hvernig.
Eldhúsgarðinn mun birtast í nýrri útgáfu hér á vefnum innan skamms.
*Í Eldhúsgarðinum er miðum við fermeter sem stærðareiningu. Teikningarnar sýna hve margar plöntur af hverri tegund komast fyrir á hverjum fermeter (beði). Svo getum við reiknað út hve marga fermetra við teljum æskilega fyrir okkar eigin garð. Beðin í garðinum eru 12 og því 12 m2 til að rækta í. Heildarstærð garðsins alls er 6x3 metrar eða 18 m2, með stígum og munaðareyju sem reiknað er með til þess að hægt sé að athafna sig betur og njóta lífsins á milli stríða og til að leggja frá sér verkfæri, plöntur og fræ og uppskeruna sjálfa þegar líður á sumarið.
Grafík: 12 reita Eldhúsgarður með fullþroska grænmeti, kryddjurtum og blómum, Guðrún Tryggvadóttir og Signý Kolbeinsdóttir ©Náttúran.is.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir, Hildur Hákonardóttir „Eldhúsgarðurinn - góð ráð til að rækta garðinn sinn“, Náttúran.is: 25. maí 2015 URL: http://nature.is/d/2009/06/03/eldhusgarourinn-goo-staero-fyrir-meoalfjolskyldu/ [Skoðað:21. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 3. júní 2009
breytt: 25. maí 2015