Græn kort Náttúrunnar
Grænt Íslandskort er samvinnuverkefni Náttúran.is, fjölþjóðlega verkefnisins Green Map® System og Land- og ferðamálafræðistofu Háskóla Íslands. Grænu kortin okkar byggja á flokkunarkerfi Green Map® kerfisins og gagnagrunni Grænna síðna™ Náttúrunnar sem er árangur níu ára rannsóknarvinnu á vistvænum kostum í viðskiptum og ferðamennsku á Íslandi.
Græna kortið er á; íslensku, ensku, þýsku, ítölsku og frönsku, og tengist hinu gríðarlega magni af umhverfisupplýsingum og vottunartengingum sem fyrir hendi eru á vefnum. Við gáfum út Grænt Reykjavíkurkort í prentútgáfu haustið 2010 og aftur sumarið 2011. Haustið 2012 gáfum við út Lífrænt Íslandskort í prentútgáfu og haustið 2013 kom Grænt kort/Green Map IS með Íslandi á einni hliðinni og Reykjavík á hinni út í prentútgáfu. Appið Grænt kort suður fyrir iOS fór síðan í dreifingu í byrjun desember 2015. Áformað er að gefa einnig út app fyrir allt landið um leið og af fjármögnun þess getur orðið.
Öllum er frjálst að fá skráningu svo framarlega sem að starfsemin byggist á viðurkenndum vottunum eða aðferðafræði enda ekki ætlunin að grænþvo neinn sem ekki uppfyllir þau skilyrði sem sett eru við kortagerðina.
Hér getur þú látið vita af aðila eða stað.
Hér getur þú skráð ítarupplýsingar gegn vægu gjaldi.
Tilgangur grænna korta er að gefa yfirsýn yfir þá fjölmörgu umhverfisvænu kosti sem fyrir eru í landinu og hvetja fjólk til að nýta sér þá og styðja frekar þau fyrirtæki sem vinna á umhverfismeðvitaðan hátt.
Skoða Græna Íslandskortið hér á vefnum.
Skoða Lífræna Íslandskortið hér á vefnum.
Ná í appið Grænt kort - Suður fyrir iOS.
Ef þú vilt vita meira, gera athugasemdir eða taka þátt í vinnu við kortin, þá skrifaðu okkur á nature@nature.is.
Tákn fyrir Græna kort Náttúrunnar: Guðrún Tryggvadóttir og Signý Kolbeinsdóttir ©Náttúran.is.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Græn kort Náttúrunnar“, Náttúran.is: 11. janúar 2016 URL: http://nature.is/d/2009/03/03/graen-kort-natturunnar/ [Skoðað:22. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 3. mars 2009
breytt: 11. janúar 2016