Vatnsnotkun - viðmið
Ferskvatnsauðlindir Íslendinga eru umtalsverðar eða um 666.667 rúmmetrar á mann á ári. Til samanburðar eru vatnsauðlindir í mörgum Afríkuríkjum minni en 1000 rúmmetrar á mann á ári. Gnægð er af vatni og er vatnsnotkun yfirleitt ekki talin til vandamála á Íslandi. Í Reykjavík notar hver íbúi um 155 m3/ári eða um 155.000 lítra af köldu vatni á ári. Í Vestmannaeyjum þar sem drykkjarvatn er af skornum skammti notar hver íbúi hins vegar aðeins um 46 m3/ári af köldu vatni eða um þriðjungi minna en í Reykjavík.
Helsta vandamálið sem fylgir vatnsaustri er óþarfa orkunotkun (orka sem fer í að hita upp vatn). Vatnsnotkun getur verið æði mismunandi eftir vöruflokkum. Tökum sem dæmi 3 vöruflokka þar sem vatnsnotkun skiptir máli á notkunartímanum. Við bílþvott er það eingöngu vatnsmagn en í þvottavélum og uppþvottavélum þýðir minna vatn, minni orku sem þarf til upphitunar.
Grafík: Tákn sem notað er eingöngu hér á vefnum þegar fjallað er um vatn almennt ©Náttúran.is.
Birt:
Tilvitnun:
Finnur Sveinsson „Vatnsnotkun - viðmið“, Náttúran.is: 3. september 2012 URL: http://nature.is/d/2007/05/08/vatnsnotkun-vimi/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 8. maí 2007
breytt: 3. september 2012