Sorpa - styrkir Náttúruna
Í byrjun árs 2012 sóttu forsvarsmenn Náttúrunnar um styrk til Sorpu bs. til að standa straum af kostnaði við þróun Endurvinnslukorts-apps fyrir snjallsíma og spjaldtölvur en það verður framhald af Endurvinnslukorti Náttúrunnar hér á vefnum.
Endurvinnslukorts-appið mun sýna móttökustaði endurvinnanlegs sorps á öllu landinu og fræða almenning um endurvinnslumál almennt.
Náttúran.is þakkar kærlega fyrir stuðninginn.
Birt:
4. mars 2012
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Sorpa - styrkir Náttúruna“, Náttúran.is: 4. mars 2012 URL: http://nature.is/d/2012/03/04/sorpa-styrkir-natturuna/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 9. maí 2014