}

Leiðsögn um sýninguna „Kláði, sviði, verkur, bólga og pirringur“

Staðsetning
Neströð
Hefst
Laugardagur 11. október 2014 15:00
Lýkur
Laugardagur 11. október 2014 16:00
til baka sjá mánuð

Tengt efni

Kristín Gunnlaugsdóttir og Margrét Jónsdóttir.Sýning Kristínar Gunnlaugsdóttur og Margrétar Jónsdóttur „Kláði, sviði, verkur, bólga og pirringur“ var opnuð í Nesstofu Seltjarnarnesi sl. laugardaginn.

Hinn lítt aðlaðandi orð sem fylla sýningartitil Kristínar Gunnlaugsdóttur og Margrétar Jónsdóttur, Kláði, sviði, verkur, bólga og pirringur, eru kyrfilega greipt í sögu sýningarstaðarins Nesstofu og má ímynda sér að orðin hafa gert sig heimankomin þar á meðan landlæknir, lyfsalar og ljósmæður höfðu þar aðsetur. Í Nesstofu fóru fram lækningar þar sem notast var við jurtir í lækninga- eða heilsuskyni jafnt úr  íslenskri flóru eða innfluttri, en Urtagarðurinn í Nesi geymir einmitt safn sumra þessara lækningajurta.

Í þennan sagnabrunn minninganna sækja myndlistarmennirnir Kristín og Margrét andrúmsloft sýningarinnar en í texta sýningarskrár, sem fylgir sýningunni, segja þær m.a.:

„Mikil von hlýtur það að hafa verið fyrir veika Íslendinga að geta komið í Nesstofu og hitt fyrir Bjarna Pálsson sem skipaður var landlæknir árið 1763. Hér var rekin fyrsta læknastofa landsins og apótek og vel tekið á móti öllum. Átjánda öldin var sú erfiðasta í sögu landsins og fá úrræði til lækninga.  Gerum okkur í hugarlund tíma án sýklalyfja, deyfinga og allra þeirra hátækniúrræða sem við þekkjum í dag og þykja sjálfsögð.

Opin eldstæði Nesstofu, aldur og saga hússins voru kveikjan að svörtum veggteppum Kristínar og leirverkum Margrétar.
Sót, svört bein, myrkur, aska, ástin, erfið fæðing, ilmur af jurtum…
Við erum komin af dugmiklu, fátæku, sótugu og tannlausu fólki sem upplifði oft óheyrilega stórar sorgir, horfandi þögult á eftir börnum sínum í gröfina.

Eru sorgir dagsins í dag og þrá eftir bættri framtíð ekki þær sömu og í gegnum aldirnar?“

Sýningin er unnin í samstarfi við Seltjarnarnesbæ og Þjóðminjasafn Íslands.

Fjölbreytt dagskrá verður í boði á meðan á sýningunni stendur:

Laugardag 13. september kl. 14:00 opnun og dansatriði Raven Dance.
Laugardag 20. september kl. 15:00 flytur Guðrún Ásmundsdóttir sögur af ljósmæðrum, „Nærkonur af Nesinu“.
Laugardag 27. september kl. 15:00 fjallar Ásdís Ragna Einarsdóttir grasalæknir um notkun og áhrif íslenskra lækningajurta.
Laugardag 4. október kl. 15:00 fjallar Gunnlaugur Guðmundsson stjörnuspekingur um náttúrugen mannsins, lögmál og kenningar stjörnuspeki.
Laugardag 11. október kl. 15:00 verður Kristín Gunnlaugsdóttir með leiðsögn um sýninguna.

Opið laugardaga og sunnudaga kl. 13:00-17:00
Sýningin stendur til 12. október

Aðgangur er ókeypis á sýninguna og alla viðburði.

Birt:
17. september 2014
Tilvitnun:
SÍM - Samband íslenskra myndlistarmanna „Kláði, sviði, verkur, bólga og pirringur“, Náttúran.is: 17. september 2014 URL: http://nature.is/d/2014/09/17/kladi-svidi-verkur-bolga-og-pirringur/ [Skoðað:19. mars 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Nýtt efni:

Veður frá windyty.com

Skilaboð: