Plastvinnsla á heimaslóð


Tengt efni:

Það er margt sem á sér stað langt undir radar stóriðju og heimsmarkaðar. Hugsjónafólk leggur höfuðið í bleyti til að leita leiða í baráttu við sóun og mengun. Oft án þess að ætlast til endurgjalds eða hagnaðar en í þeirri von að heimurinn skáni örlítið og skaðinn sem við völdum á umhverfi okkar verði minni svo börnin okkar og þeirra börn taki ekki við deyjandi ruslahaug.

Dave Hakkens er einn slíkra og hefur ásamt félögum sínum hannað vélar og búnað til að endurvinna plast í smáum stíl. Búnaðurinn er gerður úr íhlutum og efni sem auðvelt er að nálgst víðast hvar og hægt að smíða á einfaldan hátt. Ef auka þarf afköst er hægt að gera fleiri einingar eða smíða stærri tæki. 

Hér má finna ítarlegri upplýsingar, teikningar og samfélag um verkefnið: http://preciousplastic.com

Tengd myndbönd:

Plastvinnsla á heimaslóð


Birt:
14. apríl 2016
Höfundur:
Einar Bergmundur
Tilvitnun:
Einar Bergmundur „Plastvinnsla á heimaslóð“, Náttúran.is: 14. apríl 2016 URL: http://nature.is/d/2016/04/14/plastvinnsla-heimaslod/ [Skoðað:19. mars 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: