Gunnsteinn Ólafsson II

Steinunn Harðardóttir
höfundur

Steinunn Harðardóttir sér um þáttinn Með náttúrunni á Náttúran.is. Steinunn er með BA í almennri þjóðfélagsfræði og hefur verið stundakennari á ýmsum skólastigum, haldið sjálfstyrkingarnámskeið, starfað sem leiðsögumaður og síðustu 25 ár sem dagskrárgerðarmaður á Ríkisútvarpinu. Lengst af var hún með þætti sem tengjast náttúrunni, útivist og ferðamálum. Þátturinn „Út um græna grundu“ hafði verið 18 ár á dagskrá þegar hann hætti haustið 2013 og átti þá stóran hlustendahóp. Hann hlaut viðurkenningu Umhverfiráðuneytisins fyrir umfjöllun um umhverfismál 1998 og var tilnefndur til fjölmiðlaverðlauna á Degi íslenskrar náttúru 2011.

Náttúran.is
framleiðandi

Náttúran.is er sjálfstætt starfandi vefsetur með aðaláherslu á að þjóna hinum almenna neytanda með áreiðanlegum upplýsingum um allt sem snertir umhverfi okkar og heilsu. Í raun er hér allt undir, nærumhverfi okkar og náttúran sjálf sem og heimilið, neyslan og fyrirtækin sem upplýstir borgarar vilja fá til aðstoðar við að skapa sjálfbæra framtíð.

Náttúran.is var stofnuð árið 2006.
Stofnandi og framkvæmdastjóri Náttúrunnar er Guðrún Arndís Tryggvadóttir.

Náttúran.is hlaut Kuðunginn fyrir árið 2011 fyrir „framúrskarandi vefsíðu um umhverfismál, og jákvæð áhrif þess á almenning og fyrirtæki.“  Segir í ...


Tengt efni:

Komið þið sælir kæru náttúruunnendur!

Gunnsteinn Ólafsson tónlistarmaður er einn níumenninganna sem seint á síðasta ári voru dæmdir fyrir mótmæli við vegalagningu í Gálgahrauni, í október 2013. Þessar vikurnar segir hann frá því hér í Grænvarpi Náttúran.is hvers vegna hann tók þátt í mótmælum við vegagerð gegnum hraunið, aðgerðunum, framkomu lögreglu, fangelsisvist, dómnum og áfrýjun til Evrópudómstólsins.

Útdráttur úr viðtalinu

Hraunavinir sem dæmdir voru fyrir að verja Gálgahraun: Frá vinstri: Gunnsteinn Ólafsson, Krstinn Guðmundsson, Viktoría Áskeldsdóttir, Tinna Önnu- Þorvaldardóttir, Ragnhildur Jónsdóttir, Sesselja Guðmundsdóttir, Anna María Lind, Ragna Dagbjört Davíðsdóttir, Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir.Við náttúruverndarsinnar erum engir vegaverkfræðingar, segir Gunnsteinn. Okkar hlutverk er að standa vörð um náttúruna, aðrir eiga að reikna út kostnað við vegagerðina og annað sem henni viðkemur. Framkvæmdin var meingölluð og allar ákvarðanir henni tengdar teknar á kostnað náttúrunnar. Í umhverfismati var ekki farið yfir örnefnaskrá né gengið um svæðið og þeir sem afgreiddu leyfin höfðu ekki komið á staðinn.

Vissu ekki að Kjarval málaði í hrauninu

Garðbæingar eða yfirvöld þar vissu ekkert um dvöl Kjarvals í hrauninu í 25 ár né um þær fjölmörgu myndir sem hann málaði þar. Vegna ábendingar Hraunavina var hætt við að byggja þrjár risastórar villur á svæðinu og klettunum hlíft. Engu að síður er  risastór bygging  við hliðina á þeim. Einhverjir segja að kaupa ætti húsið fyrir safn um Kjarval. Margar myndir sem Kjarval málaði í Gálgahrauni eru sagðar vera frá Þingvöllum því þær ku seljast betur.

Verk sem Kjarval málaði í Gálgahrauni. Við Hraunavinir höfum komið með fjölmargar tillögur um hvernig nýta megi hraunið. Gamlar þjóðleiðir liggja um það,  meðal annars Fógetastígur sem telst til meiriháttar fornminja. Hann er í þeim hluta Gálgahrauns sem friðaður er. Garðbæingar mega eiga það að þeir hafa friðað hluta hraunsins en sjá í hyllingum möguleika á að byggja í hrauninu fyrir sunnan hinn nýja Álftanesveg enda er haunið þar ekki friðað, heldur aðeins á náttúruminjaskrá. Náttúruminjaskrá tryggir því miður ekki að land sleppi undan eyðileggingu. Við höfum bent á að það væri upplagt að hafa hús við  Garðastekk þar sem skólabörn fengju fræðslu um náttúru og sögu hraunsins. Þó það séu alltaf einhverjir á göngu í hrauninu má nota það mikið meira en gert hefur verið. Sjúkraþjálfarar hafa sagt fólki að nota hraunið til gönguferða því það geri manni gott að ganga á misjöfnu landi. Mér kemur alltaf jafn mikið á óvart, segir Gunnsteinn, hvað maður er einn í hrauninu,  það er eins og maður sé uppi á öræfum. Algjör þögn og kyrrð ríkir. Maður er einn með sjálfum sér – inni í miðri borg.

Steinunn Harðardóttir.

Náttúruverndarsjóður Pálma Jónssonar styrkir þáttagerðina.

Hlusta á þáttinn.

Tengdar hjóðupptökur:

Gunnsteinn Ólafsson II


Birt:
27. febrúar 2015
Tilvitnun:
Steinunn Harðardóttir „Með náttúrunni – Gunnsteinn Ólafsson í eldlínunni - 2. þáttur“, Náttúran.is: 27. febrúar 2015 URL: http://nature.is/d/2015/02/19/med-natturunni-gunnsteinn-olafsson-i-eldlinunni-2-/ [Skoðað:19. mars 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 19. febrúar 2015
breytt: 1. mars 2015

Skilaboð: