Þjóðleikhúsið hjúpað lögbrotum? - Hrafntinnumálið
Hrafntinnan sem tekin hefur verið síðustu vikur eru um 1/8 af áætlaðri gæða-hrafntinnu á svæðinu, eða um 50 tonn, og því mun ekki veitast leyfi fyrir frekari efnistöku í framtíðinni, nema að við höfum þá gersamlegar misst áhugann á því að vernda náttúruverðmæti.
Umhverfisstofnun réttlætir undaný águna með mikilvægi Þjóðleikhússins sem hlut af menningarverðmætum okkar. Aftur á móti þarf að endurnýja Þjóðleikhúsið aftur, ef innvolsið stendur tímans tönn, eftir hvað...50 ár? Þá þarf að framleiða „manngerða“ hrafntinnu hvort eð er.
Ásta Þorleifsdóttir jarðverkfræðingur veltir upp spurningunni um hvert sé valdasviðið og hver fari með valdið í þessu sambandi?
Fjallabak er þjóðlenda – og þar af leiðandi er það forsætisráðuneytið sem fer með valdið.
En Fjallabak er líka friðland og ætti því að lúta umhverfisráðuneytinu. En eins og komið hefur fram var Jónínu Bjartmarz umhverfisráðherra ekki kunnugt um málið.
Þetta er námuvinnsla og þar af leiðandi heyrir það undir iðnaðarráðuneytið.
Hér er áhugaverð réttaróvissa sem væri gott að fá skorið úr.
Ef námavinnsla á sér stað í friðlandi í þjóðlendu hver fer með valdið?
1)Hrafntinna er gler sem myndast þegar súr kvika snöggkólnar. Það er auðvelt að framleiða hrafntinnu og þegar gert hérlendis í skartgripi. Heimild: Ásta Þorleifsdóttir jarðverkfræðingur.
Sjá um hrafntinnu á Wikipediu.
Sjá um hrafntinnu á Vísindavefnum.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Þjóðleikhúsið hjúpað lögbrotum? - Hrafntinnumálið“, Náttúran.is: 8. október 2006 URL: http://nature.is/d/2007/03/19/tjodleikhusid/ [Skoðað:22. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 19. mars 2007
breytt: 3. maí 2007