Um Suðurlandsskjálfta
Suðurlandsskjálftinn mikli árið 1896 átti upptök sín í Skarðsfjalli nálægt Árnesi við Þjórsá. Um nokkra skjálfta var að ræða (skjálftahrinu) og einn skjálftinn var svo mikill að björgum laust saman í Ingólfsfjalli þannig að eldglæringar mynduðust. Skjálftarnir í júní árið 2000 losuðu einungis um 25% af spennunni sem er í jarðskorpunni á svæðinu við neðanverða Þjórsá. En af hverju varð ekki jarðskjálfti með uppruna sinn í Skarðsfjalli árið 2000? Líklega vegna þess að bergið í Skarðsfjalli er of sterkt. Spenna er enný á að byggjast upp í skorpunni við Skarðsfjall og að því mun koma að öllum líkindum á næstu áratugum að það verði stór skjálfti 6-7 á Richter með upptök sín á svæðinu í kringum eða við Skarðsfjall. Svæðið þarna er allt sundursprungið og minna en 1 km á milli sprungna.
Af hverju er ég að rekja þetta? Jú vegna þess að til stendur að byggja virkjanir á þessu mikla upptakasvæði jarðskjálfta á Suðurlandi. Er ekki nóg að íbúarnir á svæðinu þurfi að búa við vaxandi jarðskjálftaógn og ógn frá Heklugosum. Þurfa þeir einnig að búa við stöðugan ótta vegna þess að uppistöðulón gætu lekið og vatnsflóð komið fram á ólíklegustu stöðum? Eru ekki sjálfsögð mannréttindi að geta búið við öryggi?
Greinin birtist einnig á bloggsíðu Ingibjargar Elsu Björnsdóttur. Höfundur er jarðfræðingu.
Myndin er samsett úr verki eftir barn í Grænskóla og skjálftgrafík.
Birt:
8. ágúst 2007
Tilvitnun:
Ingibjörg Elsa Björnsdóttir „Um Suðurlandsskjálfta “, Náttúran.is: 8. ágúst 2007 URL: http://nature.is/d/2007/08/08/um-suurlandsskjlfta/ [Skoðað:21. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 9. ágúst 2007