Fulltrúar Ástralíu á 13. þingi aðildarríkja Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna á Balí kynntu í gær, á upphafsdegi þingsins, þá ákvörðun ríkisstjórnar Kevins Rudd að staðfesta Kyótobókunina. Undirritun skjala þessa efnis var fyrsta embættisverk Kevins eftir að hann tók við stjórnartaumunum í Ástralíu eftir ný afstaðnar þingkosningar. Með þessari ákvörðun Ástrala eru Bandaríkin orðin eina iðnríkið sem ekki hefur staðfest bókunina. Tilkynning Ástrala vakti mikla athygli á þinginu á Balí. Saudi Arabía, Bandaríkin og Kanada fengu hins vegar afhent skammarverðlaunin „Steingervingur dagsins“, sem að þessu sinni voru litlir kolapokar með þjóðfánum viðkomandi landa.
Lesið fréttir PlanetArk/Reuter í dag
um ákvörðun Ástrala og afhendingu skammarverðlaunanna
 
 

Orð dagsins birtast einnig á vef Staðardagskrá 21 á Íslandi samband.is/dagskra21

Birt:
4. desember 2007
Höfundur:
Stefán Gíslason
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Orð dagsins 4. desember 2007“, Náttúran.is: 4. desember 2007 URL: http://nature.is/d/2007/12/04/oro-dagsins-4-desember-2007/ [Skoðað:21. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: