ASÍ sendir Svandísi hvatningu
Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, hefur send Svandísi Svavarsdóttur umhverfisráðherra hvatningarbréf á loftslagsráðstefnuna í Kaupmannahöfn, þar sem áréttað er hversu brýnt ASÍ telji það vera að ná samkomulagi um loftslagsbreytingar fyrir árslok 2009. Í bréfinu eru stjórnvöld hvött til að styðja tillögur Alþjóðasambands verkalþðsfélaga í tengslum við loftslagsráðstefnuna.
Tillögurnar eru þríþættar:
- Að metnaðarfullur, bindandi og sanngjarn samningur náist í Kaupmannahöfn.
- Að samningurinn taki tillit til kröfu launafólks um réttláta aðlögun.
- Að verkalþðshreyfingin verði viðurkennd sem einn af hagsmunaaðilunum í loftslagsmálum.
Jafnframt óskar ASÍ eftir samvinnu við stjórnvöld við að vekja athygli Íslendinga á loftslagsbreytingum og afleiðingum þeirra.
„Ég fagna því að verkalþðshreyfingin lýsi svo eindregnum stuðningi sínum við að samkomulag náist í Kaupmannahöfn. Verndun umhverfisins er nokkuð sem snertir launafólk beint, þannig að verkalþðsfélög hafa augljósan hag af því að fundurinn hér í Kaupmannahöfn beri ávöxt. Í því markmiði erum við samstiga og ég fagna því að fá þessa hvatningu,“ segir Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra.
Birt:
Tilvitnun:
Umhverfisráðuneytið „ASÍ sendir Svandísi hvatningu“, Náttúran.is: 16. desember 2009 URL: http://nature.is/d/2009/12/16/asi-sendir-svandisi-hvatningu/ [Skoðað:2. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.