Fyrsti fundur haldinn í Umhverfis- og samgönguráði Reykjavíkur
Gísli Marteinn Baldursson formaður ráðsins sagði breytinguna meðal annars fela í sér viðurkenningu á að samgöngumál séu umhverfismál. Umhverfis- og samgönguráð mótar stefnu í umhverfis-, náttúruverndar- og samgöngumálum, tekur ákvarðanir og gerir tillögur til borgarráðs. Sjónarmið umhverfisins eiga að vera í fyrirúmi við mat á valkostum og vera lykilþáttur í samráði við íbúa og hagsmunaaðila. Gísli Marteinn fagnaði jafnframt því að heilbrigðisnefnd væri aftur tekin til starfa, það leggði áherslu á sjálfstæði málaflokksins.
Í umhverfis- og samgönguráði sitja fyrir meirihlutann: Gísli Marteinn Baldursson formaður (D), Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir varaformaður (D), Ásta Þorleifsdóttir (F) og Helga Jóhannsdóttir (D). Fyrir minnihlutann sitja í ráðinu Dofri Hermannsson (S), Þorleifur Gunnlaugsson (V), Margrét Sverrisdóttir (óháð) og Jakob Hrafnsson (B) er áheyrnarfulltrúi.
Heilbrigðisnefnd Reykjavíkurborgar er skipuð sex fulltrúum þar af einum tilnefndum af samtökum atvinnurekenda í Reykjavík. Egill Örn Jóhannesson er formaður nefndarinnar og er í forsvari um stefnumótun og ákvarðanir. Framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkurborgar er Árný Sigurðardóttir og ber ábyrgð á framkvæmd, rekstri og stjórnsýslu eftirlitsins. Heilbrigðiseftirlitið tilheyrir Umhverfis- og samgöngusviði því heilbrigðismál eru umhverfismál.
Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur
Í Heilbrigðisefnd sitja fyrir meirihlutann: Egill Örn Jóhannesson (F), Kristján Guðmundsson (D), Ragnar Sær Ragnarsson (D) og fyrir minnihlutann: Guðrún Erla Geirsdóttir (S), Garðar Mýrdal (S). Áheyrnarfulltrúi atvinnulífsins er: Ólafur Jónsson.
Frétt frá Umhverfis- og samgöngusviði Reykjavíkur.
Myndin er af Ráðhúsi Reykjavíkur. Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.
Birt:
Tilvitnun:
Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkur „Fyrsti fundur haldinn í Umhverfis- og samgönguráði Reykjavíkur“, Náttúran.is: 13. febrúar 2008 URL: http://nature.is/d/2008/02/13/fyrsti-fundur-haldinn-i-umhverfis-og-samgonguraoi-/ [Skoðað:22. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.