Umhverfiseftirlit Nýja Sjálands hefur lagt hald á og eytt 300 afbriðgum af erfðabreyttum hitabeltisfisktegundum.

Vafrarar höfðu látið í ljós áhyggjur sínar af furðulegu framboði fisktegunda við yfirvöld eftir að hafa séð zebra danio fisk, vinsælt afbrigði hjá fisk-söfnururm, til sölu á netinu.

Formaður innrásardeildar Umhverfiseftirlitsins David Yard sagði að erfðabreytingastöðvar hefðu verið gerðar upptækar á fjórum stöðum í gær þar sem allt var gert upp og fiskinum eytt eftir að rannsóknir höfðu leitt í ljós að fiskur hafði m.a. verið genabreyttur með fluroscent próteinum til að þess að fá fram skær-rauðbleikan lit.

Þetta tilvik er án efa ekkert einsdæmi í heiminum enda ugglaust hægt að hafa vel upp úr því að erfðabreyta alls kyns lífverum og framleiða þannig vel seljanlega og spennandi afbriðgilega vöru. Til hvers þessi uppátæki síðan leiða í frjálsri náttúru eru hafðar minni áhyggjur af í hita leiksins. Spurningin er hvort að yfirleitt sé hægt að hafa nægilegt eftirlit með slíkum uppátækjum, sérstaklega þegar að fjöldi erfðbreyttra rannsóknarverkefna eru leyfð og styrkt undir yfirskyni framýróunar á tæknisviði, sbr. Orf líftækni sem hefur nú bækistöðvar í að Reykjum í Ölfusi og „græna smiðju“ skammt frá Grindavík.

Sjá nánar í grein á nzherald.co.nz.

Sjá vef Orf líftækni.

Sjá vef erfdabreytt.net.

Myndskreyting: Signý Kolbeinsdóttir  

Birt:
20. júlí 2007
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Erfðabreyttum hitabeltisfisk eytt“, Náttúran.is: 20. júlí 2007 URL: http://nature.is/d/2007/07/20/erfabreyttum-hitabeltisfisk-eytt/ [Skoðað:23. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 21. júlí 2007

Skilaboð: