Alcoa fer fram á nýja "Kárahnjúkavirkjun"
Álver sem framleiðir 346 þúsund tonn á ári þarfnast virkjunar af sömu stærð og Kárahnjúkavirkjun. Miðað við núverandi orkukosti á Norðurlandi þýðir þetta að til þess að áform Alcoa verði að veruleika þyrfti að virkja Skjálfandafljót og hugsanlega einnig Jökulsár Austari- og Vestari í Skagafirði. Þau virkjunaráform eru mjög umdeild, miklu umdeildari en virkjun jarðvarma á Þeistareykjum.
Álver sem framleiðir 346 þúsund tonn á ári losar um það bil 600 þúsund tonn af gróðurhúsalofttegundum árlega. Alcoa - sem vegur þungt í kolefnishagkerfinu - gerir nú kröfur um að íslensk stjórnvöld styðji svo kallaða geiranálgun í samningum um framhald Kyoto-bókunarinnar eftir 2012. Það þýðir að einstökum iðngeirum verði sett losunarmörk óháð landamærum. Hvorki Alcoa eða álgeirinn hefur ekki sett sér nein langtímamarkmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda á alþjóðavísu. Þar vilja menn hafa frítt spil.
Í þessu sambandi er rétt að minna á nú þegar er losun á hvern Íslending 17 tonn á ári sem er með því með mesta sem gerist í heiminum.
Náttúruverndarsamtök Íslands krefjast þess að stjórnvöld setji fram skýra náttúruverndarstefnu og mörk fyrir Alcoa og önnur stóriðjufyrirtæki að vinna eftir; stefnu sem byggir á ítrustu kröfum um náttúruvernd og er í samræmi við niðurstöður vísindasamfélagsins um lífsnauðsynlegan samdrátt í útstreymi gróðurhúsalofttegunda. Hvorugt liggur fyrir enn.
Álver sem framleiðir 346 þúsund tonn á ári losar um það bil 600 þúsund tonn af gróðurhúsalofttegundum árlega. Alcoa - sem vegur þungt í kolefnishagkerfinu - gerir nú kröfur um að íslensk stjórnvöld styðji svo kallaða geiranálgun í samningum um framhald Kyoto-bókunarinnar eftir 2012. Það þýðir að einstökum iðngeirum verði sett losunarmörk óháð landamærum. Hvorki Alcoa eða álgeirinn hefur ekki sett sér nein langtímamarkmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda á alþjóðavísu. Þar vilja menn hafa frítt spil.
Í þessu sambandi er rétt að minna á nú þegar er losun á hvern Íslending 17 tonn á ári sem er með því með mesta sem gerist í heiminum.
Náttúruverndarsamtök Íslands krefjast þess að stjórnvöld setji fram skýra náttúruverndarstefnu og mörk fyrir Alcoa og önnur stóriðjufyrirtæki að vinna eftir; stefnu sem byggir á ítrustu kröfum um náttúruvernd og er í samræmi við niðurstöður vísindasamfélagsins um lífsnauðsynlegan samdrátt í útstreymi gróðurhúsalofttegunda. Hvorugt liggur fyrir enn.
Birt:
18. júlí 2008
Tilvitnun:
Árni Finnsson „Alcoa fer fram á nýja "Kárahnjúkavirkjun" “, Náttúran.is: 18. júlí 2008 URL: http://nature.is/d/2008/07/18/alcoa-fer-fram-nyja-karahnjukavirkjun/ [Skoðað:3. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.