Alþjóðadagur neytendaréttar er 15. mars

Yfirlýsingin leiddi að lokum til alþjóðlegrar viðurkenningar ríkisstjórna og Sameinuðu þjóðanna, en allsherjarþingið samþykkti á árinu 1985 sérstakar leiðbeiningar um neytendavernd. Þar segir m.a. að allur almenningur, án tillits til tekna eða félagslegrar stöðu, hafi ákveðin lágmarksréttindi sem neytendur. Í áranna rás hefur þessi réttur verið aukinn í átta lágmarksreglur. Saman mynda þær grunninn að vinnu neytendasamtaka um allan heim.
- Réttur til fullnægjandi grunný arfa
- Réttur til öryggis
- Réttur til upplýsinga
- Réttur til að velja
- Réttur til áheyrnar
- Réttur til bóta
- Réttur til fræðslu
- Réttur til heilbrigðs umhverfis
Í dag, er tilvist alþjóðadags neytendaréttar þekkt víða um heim - sem sýnir að viðurkenning á neytendavernd er mikilvæg og um leið virtur mælikvarði á félagslegar- og hagfræðilegar framfarir. Sjá vef Neytendasamtakanna.
Birt:
14. mars 2008
Tilvitnun:
Neytendasamtökin „Alþjóðadagur neytendaréttar er 15. mars“, Náttúran.is: 14. mars 2008 URL: http://nature.is/d/2008/03/14/althjooadagur-neytendarettar-er-15-mars/ [Skoðað:22. febrúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.