Alþjóðadagur neytendaréttar er 15. mars
Alþjóðadagur neytendaréttar er haldinn árlega þann 15. mars. Þar er meðal annars minnst sögulegrar yfirlýsingar fyrrum forseta Bandaríkjanna, John F. Kennedy frá 15. mars 1962 um grundvallarréttindi neytenda.
Yfirlýsingin leiddi að lokum til alþjóðlegrar viðurkenningar ríkisstjórna og Sameinuðu þjóðanna, en allsherjarþingið samþykkti á árinu 1985 sérstakar leiðbeiningar um neytendavernd. Þar segir m.a. að allur almenningur, án tillits til tekna eða félagslegrar stöðu, hafi ákveðin lágmarksréttindi sem neytendur. Í áranna rás hefur þessi réttur verið aukinn í átta lágmarksreglur. Saman mynda þær grunninn að vinnu neytendasamtaka um allan heim.
- Réttur til fullnægjandi grunný arfa
- Réttur til öryggis
- Réttur til upplýsinga
- Réttur til að velja
- Réttur til áheyrnar
- Réttur til bóta
- Réttur til fræðslu
- Réttur til heilbrigðs umhverfis
Í dag, er tilvist alþjóðadags neytendaréttar þekkt víða um heim - sem sýnir að viðurkenning á neytendavernd er mikilvæg og um leið virtur mælikvarði á félagslegar- og hagfræðilegar framfarir. Sjá vef Neytendasamtakanna.
Birt:
14. mars 2008
Tilvitnun:
Neytendasamtökin „Alþjóðadagur neytendaréttar er 15. mars“, Náttúran.is: 14. mars 2008 URL: http://nature.is/d/2008/03/14/althjooadagur-neytendarettar-er-15-mars/ [Skoðað:21. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.