Alheimssamtök neytenda (Consumers International) stóðu fyrir "verðlaunaafhendingu" til þeirra framleiðanda sem þykja hafa brugðist skildu sinni og fyrir að hafa misnotað neytendur sína.

Consumers International (CI) eru einu sjálfstæðu og alþjóðlegu samtökin sem eru í umfangsfangsmikilli herferð til þess að vernda neytendur út um allan heim.

Niðurstöður voru birtar á alheimsráðstefnu CI í Sidney 29. október - 1. nóvember 2007.

"Vinningshafar" eru eftirtaldir:

CocaCola - fyrir að halda áfram að markaðssetja átappað vatn sitt Dasani eftir að hafa viðurkennt að það sé alveg eins og kranavatnið á staðnum.

 



Til að sjá markaðssetningu CocaCola á Dasani vatninu þtið hér .


Kellog´s - fyrir að nota teiknimyndapersónur á heimsvísu og markaðssetningu sem beinist einkum að börnum þrátt fyrir hið mikla magn sykurs og salts í afurðum þeirra.




Mattel - fyrir að verjast rannsóknir bandaríska þingsins og að hafa forðast það að taka ábyrgð á því að það þurfti að innkalla 21 milljón leikföng á heimsvísu.




Aðalverðlaunin fær þó lyfjafyrirtækið Takeda Pharmaceuticals sem notfærir sér lélegar bandarískar reglugerðir og sem auglýsir svefntöflur fyrir börn, þrátt fyrir miklar viðvaranir gegn því.

 

 


 

Upplýsingar af vef Consumers International

Mynd nr. 1 tekin af vef Coca Cola.
Mynd nr. 2 tekin af geocities.com
Mynd nr. 3 tekin af vef New York Times.
Mynd nr. 4 tekin af okusuriya.com

Birt:
2. nóvember 2007
Tilvitnun:
Móna Róbertsdóttir Becker „International Bad Products Awards“, Náttúran.is: 2. nóvember 2007 URL: http://nature.is/d/2007/11/02/international-bad-products-awards/ [Skoðað:22. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: