Orð dagsins 18. nóvember 2008.

Kaupmannahöfn er fyrsti réttlætisbærinn í Danmörku. Þetta var kunngjört um síðustu mánaðarmót þegar fulltrúi Max Havelaar afhenti Ritt Bjerregaard, aðalborgarstjóra Kaupmannahafnar, formlega staðfestingu á að borgin hefði uppfyllt skilyrði hvað þetta varðar. Þetta felur m.a. í sér að í ráðhúsi borgarinnar verður eingöngu boðið upp á réttlætismerkt („Fairtrade vottað“) te og kaffi, að borgin hvetur íbúa og fyrirtæki til réttlátra viðskipta, að sífellt fleiri fyrirtæki og stofnanir í borginni kaupa réttlætismerktar vörur og að sérstakur stýrihópur leiðir áframhaldandi þróunarstarf borgarinnar á þessu sviði. Nú þegar eru um 10% af öllu kaffi sem borgin kaupir réttlætismerkt, en þessi 10% samsvara um 8 tonnum á ári.
Lesið frétt á heimasíðu Kaupmannahafnarborgar 29. okt. sl.,
frétt á heimasíðu Max Havelaar í Danmörku 30. okt. sl.,
skoðið heimasíðu réttlætisbæjarins Kaupmannahafnar
og rifjið upp „Orð dagsins“ 28. ágúst 2007.

Birt:
18. nóvember 2008
Höfundur:
Stefán Gíslason
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Kaupmannahöfn fyrsti danski réttlætisbærinn“, Náttúran.is: 18. nóvember 2008 URL: http://nature.is/d/2008/11/23/kaupmannahofn-fyrsti-danski-rettlaetisbaerinn/ [Skoðað:26. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 23. nóvember 2008

Skilaboð: