Elsku konur, til hamingju með daginn! Allar konur sem skrá sig á póstlista okkar í dag fá gjöf frá Náttúrunni senda heim. Skráningarlistinn er hér t.v. á siðunni (undir auglýsingunum). Sendið okkur líka heimilisfangið á nature@nature.is svo gjöfin komist til skila. Hinar sem þegar eru á póstlistanum geta auðvitað líka sent okkur línu og fengið gjöf. Sendu bréfið á: nature@nature.is.

Takið ykkur frí frá vinnu í dag vegna þess að:

  • atvinnutekjur kvenna eru aðeins 64,15% af atvinnutekjum karla
  • konur eru með 72% af launum karla fyrir jafnlangan vinnutíma
  • barneignir hafa neikvæð áhrif á laun kvenna en jákvæð áhrif á laun karla
  • margar konur búa við öryggisleysi og ógn á heimilum sínum
  • ein af hverjum þremur konum verður fyrir kynbundnu ofbeldi á lífsleiðinni
  • konur uppskera ekki í samræmi við menntun sína
  • konur í fyrirtækjarekstri hafa verri aðgang að fjármagni
  • ábyrgð á umönnun barna og heimilisstörfum er enn að mestu á höndum kvenna
  • umönnunarstörf eru með lægst launuðu störfum á vinnumarkaði
  • rödd kvenna er veik í fjölmiðlum
  • litið er á líkama kvenna sem söluvöru
  • kona hefur aldrei verið forsætisráðherra, bankastjóri eða biskup
  • konur hafa aldrei verið helmingur þingmanna
  • konur njóta ekki jafnréttis á við karla
  • þessu þarf að breyta. Ég þori, get og vil!
Birt:
24. október 2007
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Kvennafrídagurinn er í dag“, Náttúran.is: 24. október 2007 URL: http://nature.is/d/2007/10/24/kvennafrdagurinn-er-dag/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: