Konur geta breytt heiminum
Á degi jarðar, þann 22. apríl sl. gaf bókaútgáfan Salka út bókina „Konur geta breytt heiminum með nýjum lífsstíl“ eftir Guðrúnu G. Bergmann. Guðrún er frumkvöðull í umhverfisvænni ferðaþjónustu á Íslandi en auk þess að hafa skrifað mikið um umhverfismál liggja eftir hana fjölmargar bækur um sjálfsrækt og heilsutengt efni. Hér fjallar Guðrún um þau gífurlegu áhrif sem konur geta haft á umhverfið og samfélagið, með því að beina innkaupum sínum og lífsmáta inn á grænni brautir. Samstöðu kvenna og góð gildi fær fátt stöðvað!
Bókinni er skipt í 11 stutta kafla með fróðleik og fagurgrænum ráðum, meðal annars fyrir heilsuna og útlitið, heimilið, fjölskylduna, vinnuumhverfið, garðinn og ferðalög.
Í tengslum við útgáfu bókarinnar var opnuð heimasíðan graennlifsstill.is. Um er að ræða gagnvirkan vef þar sem verða ýmsir fróðleiksmolar og ráð um hollustu og umhverfisvernd; fylgst verður með nýjungum og umræðum á þessu sviði og síðan getur fólk sent inn sín eigin ráð, spurningar og reynslusögur.
Konur geta breytt heiminum er 115 bls. að lengd, í kiljubroti. Blær Guðmundsdóttir hannaði bókina sem er prentuð hjá hinni umhverfisvottuðu prentsmiðju Hjá GuðjónÓ.
Bókinni er pakkað í pakkað í maíssterkjufilmu sem framleidd er hjá Plastprent sérstaklega til þessara nota. Mun Salka framvegis hætta notkun plastefna í bókapökkun. Maíssterkja brotnar niður í náttúrunni og eyðist á 10 – 45 dögum.
Bókinni er skipt í 11 stutta kafla með fróðleik og fagurgrænum ráðum, meðal annars fyrir heilsuna og útlitið, heimilið, fjölskylduna, vinnuumhverfið, garðinn og ferðalög.
Í tengslum við útgáfu bókarinnar var opnuð heimasíðan graennlifsstill.is. Um er að ræða gagnvirkan vef þar sem verða ýmsir fróðleiksmolar og ráð um hollustu og umhverfisvernd; fylgst verður með nýjungum og umræðum á þessu sviði og síðan getur fólk sent inn sín eigin ráð, spurningar og reynslusögur.
Konur geta breytt heiminum er 115 bls. að lengd, í kiljubroti. Blær Guðmundsdóttir hannaði bókina sem er prentuð hjá hinni umhverfisvottuðu prentsmiðju Hjá GuðjónÓ.
Bókinni er pakkað í pakkað í maíssterkjufilmu sem framleidd er hjá Plastprent sérstaklega til þessara nota. Mun Salka framvegis hætta notkun plastefna í bókapökkun. Maíssterkja brotnar niður í náttúrunni og eyðist á 10 – 45 dögum.
Birt:
11. maí 2009
Tilvitnun:
Hildur Hermóðsdóttir „Konur geta breytt heiminum“, Náttúran.is: 11. maí 2009 URL: http://nature.is/d/2009/05/11/konur-geta-breytt-heiminum/ [Skoðað:26. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.