Varnarefnaleifar ekki yfir hámarksgildum
Ekkert sýni af íslensku grænmeti og ávöxtum innihélt varnarefnaleifar yfir hámarksgildum og einungis 3.3% sýna af erlendu grænmeti og ávöxtum samkvæmt skýrslu Matvælastofnunar. Varnarefnaleifar í matmælum er viðfangsefni fræðslufundar fyrir almenning sem Matvælastofnun heldur þriðjudaginn 30. september.
Reglubundnu eftirliti með varnarleifum í ávöxtum og grænmeti var háttað þannig að starfsmenn matvælaeftirlits Umhverfis og samgöngusviðs Reykjavíkurborgar tóku sýni vikulega hjá innflytjendum og dreifingaraðilum á ávöxtum og grænmeti. Mælingar á varnarefnaleifum voru gerðar á rannsóknastofu Matís ohf. á Akureyri. Þetta er þriðja árið í röð sem ekkert sýni af íslensku grænmeti innihélt vararefnaleifar fyrir hámarksgildum.
Fundur Matvælastofnunar verður í Stórhöfða 2,3 þriðjudaginn 30. september 2008 kl. 15:00 - 16:00. Þar verður ekki aðeins fjallað um varnarefnaleifar í matvælum heldur einnig um notkun varnarefna á Íslandi og hvaða reglur gilda um hættuflokkun, sölu og notkun þessara efna. Ingibjörg Jónsdóttir sérfræðingur hjá MAST og Elín G. Guðmundsdóttir deildarstjóri hjá Umhverfisstofnun um fræða gesti um þessi mál.
Skýrsla um eftirlit með varnarefnaleifum í ávöxtum og grænmeti (PDF)
Birt:
Tilvitnun:
Gunnar Hersveinn „Varnarefnaleifar ekki yfir hámarksgildum “, Náttúran.is: 27. september 2008 URL: http://nature.is/d/2008/09/27/ekkert-syni-af-islensku-graenmeti-meo-varnarefnale/ [Skoðað:22. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.