Matvælastofnun heldur fræðslufund um eftirlit með lyfjanotkun og lyfjaleifum í dýrum fimmtudaginn 26. apríl kl.15:00 - 16:00. Á fundinum verða kynntar nýjar reglur um rafræna skráningu dýralækna á dýralyfjum. Nýja rafræna skráningarkerfið HEILSA verður jafnframt kynnt þar sem dýralæknum ber að skrá notkun og ávísun lyfseðilsskyldra lyfja í dýr. Skráningarkerfið hefur þegar tekið gildi fyrir nautgripi og hross og munu aðrar dýrategundir fylgja í kjölfarið. Tilgangur skráningarinnar er að stuðla að aukinni dýravelferð og neytendavernd með því að auðvelda yfirvöldum að hafa eftirlit með lyfjanotkun í dýrum og lyfjaleifum í búfjárafurðum.

Fyrirlesarar:

  • Auður L. Arnþórsdóttir, sóttvarnadýralæknir hjá Matvælastofnun
  • Björn Steinbjörnsson, dýralæknir lyfjamála hjá Matvælastofnun
  • Kjartan Hreinsson, dýralæknir heilbrigðiseftirlits hjá Matvælastofnun

Hægt verður að fylgjast með fræðslufundinum í beinni útsendingu á vef MAST undir Útgáfa - Fræðslufundir.

Fræðslufundurinn verður haldinn í umdæmisskrifstofu stofnunarinnar í Reykjavík að Stórhöfða 23. Gengið er inn í húsnæði MAST að norðanverðu (Grafarvogsmegin). Allir velkomnir!

Birt:
23. apríl 2012
Höfundur:
Hjalti Andrason
Tilvitnun:
Hjalti Andrason „Fræðslufundur MAST um eftirlit með lyfjanotkun í dýrum“, Náttúran.is: 23. apríl 2012 URL: http://nature.is/d/2012/04/23/fraedslufundur-mast-um-eftirlit-med-lyfjanotkun-i-/ [Skoðað:22. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: