Í dag er haldið upp á dag umhverfisins hjá Sameinuðu þjóðunum, sjá vef Sameinuðu þjóðanna um daginn.

Að því tilefni er vel við hæfi að benda á að umhverfisráðuneytið hefur gefið út fræðslubækling um loftslagsmál.

Í bæklingnum er sagt frá orsökum og afleiðingum loftslagsbreytinga. Þá er einnig greint frá aðgerðum sem grípa verður til svo koma megi í veg fyrir hamfarir sem kunna að verða af völdum loftslagsbreytinga.

Hér má nálgast bæklinginn sem pdf-skjal.

Mynd úr bæklingnum. Achim Steiner, framkvæmdastjóri Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNEP) var staddur á Umhverfisþingi umhverfisráðuneytisins þegar hann frétti að vísindanefnd Sameinuðu þjóðanna hefði hlotið friðarverðlaun Nóbels. Á myndinni sjást Achim Steiner (t.h.) og Magnús Jóhannesson, ráðuneytisstjóri í umhverfisráðuneytinu lesa frétt um niðurstöðu Nóbelsnefndarinnar. Þess má geta að í bakgrunni er kynningarbás og fáni Náttúran.is en vefurinn kynnti starfsemi sína á Umhverfisþingi. Mynd: Odd Stefan.

Birt:
5. júní 2008
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Umhverfisdagur Sameinuðu þjóðanna er í dag“, Náttúran.is: 5. júní 2008 URL: http://nature.is/d/2008/06/05/umhverfisdagur-sameinuou-thjooanna-er-i-dag/ [Skoðað:18. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: