Aðalfundur Náttúruverndarsamtaka Suðurlands 2009 og málþingið “Náttúruvernd og atvinnusköpun” verður í Félagsheimilinu Kirkjuhvoli á Kirkjubæjarklaustri laugardaginn 6. júní 2009.

Aðalfundurinn hefst kl 11:00 og lýkur kl. 12:30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf.
Aðalfundurinn er öllum opinn og nýir félagar eru velkomnir!
Málþingið Náttúruvernd og atvinnusköpun hefst kl. 13:30 og lýkur kl. 17:00

Dagskrá:

  • 13:30  Setning. Ólafía Jakobsdóttir  formaður
  • 13:40  Ávarp. Svandís Svavarsdóttir  umhverfisráðherra
  • 14:00  Hagsæld og náttúra Ólafur Páll Jónsson lektor í heimspeki
  • 14:20  Ísland - bezt í heimi?  Hugleiðingar um markaðssetningu. Ketill Sigurjónsson þjóðgarðsvörður
  • 14:40  Náttúruleg atvinnusköpun. Steingerður Hreinsdóttir verkefnastjóri Atvinnuþróunarfélags Suðurlands
  • 15:00  Kaffihlé
  • 15:20  Fiskstofnar í Skaftárhreppi - auðlind til framtíðar. Magnús Jóhannsson fiskifræðingur
  • 15:40  Sjóbirtingssetur Íslands - vaxtarsproti í ferðaþjónustu og fræðslumálum.  Jóhannes Sturlaugsson fiskifræðingur
  • 16:00  Ímynd og tækifæri í landi frumkraftanna. Ingibjörg Eiríksdóttir verkefnastjóri umhverfis- og ferðamála
  • 16:20  Umræður og fyrirspurnir


Fundarstjórar: Sigurður Sigursveinsson framkvæmdastjóri og Elín Erlingsdóttir landfræðingur.

Ekkert þátttökugjald og kaffiveitingar eru í boði NSS.

Klettur austan við Klaustur Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.
Birt:
4. júní 2009
Tilvitnun:
Náttúruverndarsamtök Suðurlands „Náttúruvernd og atvinnusköpun“, Náttúran.is: 4. júní 2009 URL: http://nature.is/d/2009/06/04/natturuvernd-og-atvinnuskopun/ [Skoðað:22. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: