VOR gegn virkjunum í Þjórsá

VOR minnir á að ræktunarland er mjög takmörkuð auðlind en tún, beitilönd og land sem hægt væri að rækta upp verður eyðileggingu að bráð,vegna lóna og stíflugarða komi til fyrirhugaðra framkvæmda. Breytingar á grunnvatnsstöðu á svæðum í nágrenni uppistöðulónanna gætu einnig skaðað tún og beitilönd. Menn ættu að hafa í huga Blöndulón þar sem mun meira land en áætlað hafði verið blotnaði upp og varð bæði hættulegt og ónothæft til beitar og ræktunar. Mikil jarðskjálftavirkni á Suðurlandi eins og ný leg dæmi sanna, eykur ennfremur á hættu á flóðum yfir býli og jarðir bænda.
Fundur VORs haldinn í nóvember bendir á að ekkert kný ji á um virkjanir og allra síst í þessu verðmæta landbúnaðarhéraði. Vor minnir á að náttúruspjöll vegna virkjana eru þau sömu hvert sem orkan er seld. Á tímum hækkandi matvælaverðs er algjörlega andstætt sjálfbærri þróun að rþra landsvæði og skaða landbúnaðinn sem fyrir er á svæðinu. Virkjanir í byggð skaða sveitasamfélagið og atvinnulífið sem þar er fyrir. Af þeim hlýst rask, ófriður og náttúruspjöll á virkjanatímanum og til allrar framtíðar. Slíkar aðgerðir ganga gegn markmiðum VOR- verndunar og ræktunar og eru í andstöðu við hugsjónir og markmið lífrænu hreyfingarinnar í heild.
Myndin er frá fundi VORs í nóvember.
Birt:
5. desember 2007
Tilvitnun:
VOR - Verndun Og Ræktun - félag framleiðenda í lífrænum búskap „VOR gegn virkjunum í Þjórsá“, Náttúran.is: 5. desember 2007 URL: http://nature.is/d/2007/12/05/vor-gegn-virkjunum-i-thjorsa/ [Skoðað:11. mars 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.