Mánudaginn 30. júní kl. 12.00 í stofu 101 á Háskólatorgi mun Martin Weitzman prófessor í hagfræði við Harvard University tala um hagfræði loftslagsbreytinga.

Weitzman var á árinu 2000 ráðgjafi Auðlindanefndar og hefur m.a. skrifað grein með Þorvaldi Gylfasyni prófessor um fiskveiðistjórn á Íslandi. Weitzman er einn af 200 bestu hagfræðingum veraldar skv. lista IDEAS/RePEc. Hann er fæddur 1. apríl 1942 í New York í Bandaríkjunum og lauk þar doktorsprófi í hagfræði frá MIT árið 1967. Hann hefur m.a. gefið út bækurnar: The Share Economy: Conquering Stagflation og Income og Wealth and the Maximum Principal.

Allir velkomnir.

Birt:
29. júní 2008
Höfundur:
Háskóli Íslands
Tilvitnun:
Háskóli Íslands „Hádegisfyrirlestur um hagfræði loftslagsbreytinga“, Náttúran.is: 29. júní 2008 URL: http://nature.is/d/2008/06/29/hadegisfyrirlestur-um-hagfraeoi-loftslagsbreytinga/ [Skoðað:22. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: