Í ár voru verðlaun Minningarsjóðs Önnu Lindh, f.v. utanríkisráðherra Svíþjóðar, veitt Mohamed Nasheed, forseta Maldíveyja fyrir framlag hans til að tengja mannréttindabaráttu og loftslagsbreytingar. Verðlaunin voru einnig fyrir hlutverk forsetans í lýðræðisvæðingu eyjanna.

Á Maldíveyjum er meðalhæð yfir sjávarmáli 1,5 metrar og eyjarnar munu hverfa í hafið innan 100 ára takist ekki að hefta loftslagsbreytingar. Mohmed Nasheed forseti, sem komst til valda í lýðræðislegum kosningum árið 2008, vinnur ötullega að því að draga úr losun koltvísýrings á eyjunum. Lífsafkoma eyjarbúa eru í húfi.

Umræður um loftslagsmál helgast æ meir af áhrifum loftslagsbreytinga á þær þjóðir sem byggja láglend eyríki. Í mars 2008 beittu Maldíveyjar sér fyrir ályktun um loftslagsbreytingar og mannréttindi á fundi Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna. Ályktunin var samþykkt samhljóma og hefur veitt Sameinuðu þjóðunum ný tæki til að vinna gegn loftslagsbreytingum. Starf Mohameds Nasheeds forseta hefur dýpkað hina mannlegu vídd í alþjóðlegum samningum til að hindra loftslagsbreytingar og ljúka skal í Kaupmannahöfn í desember.

Mohamed Nasheed forseti var samviskufangi Amnesty International á þeim árum sem hann var í stjórnarandstöðu.

Sjá frétt Minningarsjóðs Önnu Lindh
. Myndin hér að ofan er af vef Önnu Lindh.
Birt:
6. maí 2009
Höfundur:
Árni Finnsson
Tilvitnun:
Árni Finnsson „Verðlaun minningarsjóðs Önnu Lindh veitt forseta Maldíveyja“, Náttúran.is: 6. maí 2009 URL: http://nature.is/d/2009/05/06/verolaun-minningarsjoos-onnu-lindh-veitt-forseta-m/ [Skoðað:21. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: