Hugmyndaráðuneytið býður til fundar á Háskólatorgi Háskóla Íslands þann 5. ágúst frá kl. 20:00 til 21:30 en á fundinum mun Alice-Marie Archer umhverfisfræðingur frá Háskólanum í Bristol í Englandi tala um:

23.5% af íbúum jarðar, u.þ.b 1.6 milljarðar manna, eru nú „á netinu“, að nota veraldarvefinn til að miðla upplýsingum og eiga í einhverskonar samskiptum. Á hverjum degi eykst sá fjöldi sem vafrar á netinu. Hvernig getum við nýtt okkur þetta sem tækifæri til að gera samfélagið sjálfbærara?

Alice-Marie Archer mun tala um „samvinnu til sjálfbærni í netdrifnu samfélagi“ með áherslu á samvinnu á sviði nýsköpunar á netinu og hvernig hægt er að nota netið til að breiða út boðskapinn um sjálfbært samfélag í gegnum netið. Alice-Marie lauk Msc gráðu á sviðií stjórnunar „ Strategic Leadership Towards Sustainability“ við Blekinge Institute of Technology ií Karlskrona í Svíþjóð, fyrr á þessu ári. Hún vinnur nú að því að þróa viðmið fyrir umhverfisstefnu Háskóla Íslands. Frá og með september nk. mun hún vinna að samhæfingu í nýju Evrópuverkefni CONVERGE – sem hefur það markmið að finna leiðir til að þróa sjálfbær samfélög. 

Anne-Marie mun tala um:

  • Fyrirstöður í samvinnutækifærum á netinu
  • Atriði sem máli skipta í sambandi við netsamvinnu
  • Hvernig allt þetta getur verið mikilvægt til að snúa þjóðfélaginu í sjálfbæra átt
  • Kynna HOW2 - hvernig hægt er að vinna betur saman á netinu
Myndin er af Háskólatorgi Háskóla Íslands.
Birt:
4. ágúst 2009
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Samvinna til sjálfbærni í netdrifnu samfélagi“, Náttúran.is: 4. ágúst 2009 URL: http://nature.is/d/2009/08/04/samvinna-til-sjalfbaerni-i-netheimum/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: