Á morgun þ. 5. júlí hefst Risalandsmót Ungmennafélags Íslands í Kópavogi.

Meðal starfsíþrótta sem keppt er í eru; pönnukökubakstur, jurtagreining og gróðursetning. Á föstudaginn kl. 17:00 verður keppt í jurtagreiningu í Menningartorfunni en þar mun vera komið fyrir á langborði um 40 lifandi villtum íslenskum jurtum og keppendur víðs vegar af landinu þurfa því að þekkja flóru Íslands vel og rækilega til að takast vel upp.

Jurtagreining

  1. Keppnin er fólgin í því að greina rétt nafn jurta án þess að nota bók til greiningarinnar. Ætt jurtanna þarf ekki að nefna
  2. Mótshaldari velur, af skrá yfir 130 íslenskar jurtir, 40 lifandi plöntur, sem keppendur eiga að greina.
  3. Mælt verður hve langan tíma það tekur hvern keppenda að greina og skila gögnum til dómnefndar.
  4. Keppnin fer fram innandyra að þessu sinni (getur þó einnig farið fram utandyra).
  5. Allir keppendur byrja samtímis. Hámarkstími er 90 mínútur, að þeim tíma loknum skulu þeir hafa skilað gögnum sínum til dómnefndar.
  6. Sá keppandi sigrar sem getur nafngreint flestar jurtir rétt. Verði keppendur jafn margar rétt greindar plöntur sker tími (skv. 3. gr.) úr um röð þeirra.
  7. Þriggja manna dómnefnd fyrlgist með að keppni fari rétt fram og sker úr um röð keppenda.
Þátttaka er öllum heimil.

Fylgigögn:
  • a) Greiningakort.
  • b) Skrá yfir íslenskar jurtir.

Á myndinn sést m.a. mosi, hreindýramosi, blóðberg og maríustakkur.

Ljósmynd: Einar Bergmundur.

Birt:
July 4, 2007
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Jurtagreining keppnisíþrótt á Risalandsmóti UMFÍ“, Náttúran.is: July 4, 2007 URL: http://nature.is/d/2007/07/04/jurtagreining-keppnisrtt-risalandsmti-umf/ [Skoðað:June 14, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: July 9, 2007

Messages: