Jurtagreining keppnisíþrótt á Risalandsmóti UMFÍ
Á morgun þ. 5. júlí hefst Risalandsmót Ungmennafélags Íslands í Kópavogi.
Meðal starfsíþrótta sem keppt er í eru; pönnukökubakstur, jurtagreining og gróðursetning. Á föstudaginn kl. 17:00 verður keppt í jurtagreiningu í Menningartorfunni en þar mun vera komið fyrir á langborði um 40 lifandi villtum íslenskum jurtum og keppendur víðs vegar af landinu þurfa því að þekkja flóru Íslands vel og rækilega til að takast vel upp.
Jurtagreining
- Keppnin er fólgin í því að greina rétt nafn jurta án þess að nota bók til greiningarinnar. Ætt jurtanna þarf ekki að nefna
- Mótshaldari velur, af skrá yfir 130 íslenskar jurtir, 40 lifandi plöntur, sem keppendur eiga að greina.
- Mælt verður hve langan tíma það tekur hvern keppenda að greina og skila gögnum til dómnefndar.
- Keppnin fer fram innandyra að þessu sinni (getur þó einnig farið fram utandyra).
- Allir keppendur byrja samtímis. Hámarkstími er 90 mínútur, að þeim tíma loknum skulu þeir hafa skilað gögnum sínum til dómnefndar.
- Sá keppandi sigrar sem getur nafngreint flestar jurtir rétt. Verði keppendur jafn margar rétt greindar plöntur sker tími (skv. 3. gr.) úr um röð þeirra.
- Þriggja manna dómnefnd fyrlgist með að keppni fari rétt fram og sker úr um röð keppenda.
Fylgigögn:
- a) Greiningakort.
- b) Skrá yfir íslenskar jurtir.
Á myndinn sést m.a. mosi, hreindýramosi, blóðberg og maríustakkur.
Ljósmynd: Einar Bergmundur.
Birt:
4. júlí 2007
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Jurtagreining keppnisíþrótt á Risalandsmóti UMFÍ“, Náttúran.is: 4. júlí 2007 URL: http://nature.is/d/2007/07/04/jurtagreining-keppnisrtt-risalandsmti-umf/ [Skoðað:21. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 9. júlí 2007