Samgönguvika 2008
„Í Samgönguviku 2008 viljum við vekja íbúa til umhugsunar um hreint loft í höfuðborginni, hvað hver og einn getur gert til að bæta loftgæði og til að endurskoða ferðavenjur sínar,“ segir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir formaður umhverfis- og samgönguráðs, viðburðir standa yfir 16.-22. september. Samgönguvikna er nú haldin í sjötta sinn og taka yfir 2000 borgir í Evrópu þátt í henni.
Fjölmargir viðburðir verða á Samgönguviku, má nefna hjóladag fjölskyldunnar, strætódag, hjólasirkus, nýtt göngu- og hjólastígakort fyrir höfuðborgarsvæðið, Tjarnarsprettinn þar sem þaulvanir hjólreiðamenn keppa. Þá verður ný strætórein tekin í notkun á Miklubraut. Borgarbúar verða hvattir í Samgönguviku til að hvíla bílinn mánudaginn 22. september og nota aðra samgöngukosti, svo sem að hjóla, ganga eða að taka strætó.
Reykjavíkurborg er aðalstyrktarhafi ráðstefnunnar Driving sustainability 2008 sem fjallar um orkugjafa framtíðarinnar í samgöngum. Stofnfundur félags áhugamanna um bíllausan lífsstíl í Ráðhúsi Reykjavíkur er á dagskrá Samgönguviku. Þá verður gerð könnun á ferðavenjum reykvískra ungmenna því fulltrúar nemenda í 6. bekk grunnskólanna í Reykjavík munu telja hversu margir eru keyrðir í skólann, hversu margir koma í strætó, hverjir hjóla og hverjir ganga.
Rallþkappar munu etja kappi við torfærukappa í vistakstri og Landvernd kynnir vistakstur í hermum. Kvöldfundur um þema vikunnar: Hreint loft fyrir alla verður haldinn í Iðnó í samvinnu Reykjavíkurborgar, Hafnarfjarðarbæjar og Mosfellsbæjar.
www.reykjavik.is/samgonguvika
www.driving.is
Sjá dagsrkrá samgönguviku í Pdf eða hér að neðan í fullri lengd:
Dagskrá Samgönguviku 2008:
Þriðjudagurinn 16. september
14:00 Setning Samgönguviku í Foldaskóla:
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, formaður umhverfis- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar setur Samgönguviku.
Samgönguhverfi ársins, Grafarvogur/Kjalarnes, fá Samgöngublómið afhent
Leikskólakórinn Foldafuglar flytur tónlistaratriði.
Ljósmyndasýning leikskólabarna frá Miðborg/Hlíðum.
Rallþkappar etja kappi við torfærukappa í vistakstri. Landvernd stendur fyrir átaki í vistakstri í Samgönguviku.
Miðvikudagur 17. september
Hvernig kemur þú í skólann? Könnun á ferðavenjum reykvískra ungmenna. Athugun á því hversu margir nemendur í 6. bekk grunnskólanna í Reykjavík eru keyrðir í skólann, hversu margir koma í strætó, hverjir hjóla og hverjir ganga.
20:00 Stofnfundur félags áhugamanna um bíllausan lífsstíl í Ráðhúsi Reykjavíkur. Samtök um bíllausan lífsstíl er þverpólitískt félag fólks sem hefur það sameiginlega áhugamál að gera bíllausan lífsstíl að vænlegri kosti en nú er. Markmið félagsins er að stuðla að fjölbreyttari samgöngum og berjast fyrir því að jafnræðis sé gætt milli ólíkra samgöngukosta. Á stofnfundi verður kosið í stjórn, lög samþykkt og fyrirhuguð starfsemi kynnt. Allir eru velkomnir. Fundarstjóri er Samúel T. Pétursson, skipulagsverkfræðingur.
Ráðhús Reykjavíkur.Ráðhús Reykjavíkur.
Fimmtudagur 18. september
Driving sustainability ’08 – Ráðstefna um orkugjafa framtíðarinnar í samgöngum. Hilton Nordica. Ísland gæti innan skamms orðið nær óháð erlendum orkugjöfum samhliða komandi fjöldaframleiðslu á rafmagns- og tengil-tvinnbílum. Stefnumarkandi fundur bílaframleiðenda og orkufyrirtækja. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, er verndari ráðstefnunnar. Nánari upplýsingar og skráning á driving.is.
20:00 „Hreint loft fyrir alla" Málþing í Iðnó
Kvöldfundur um samgöngu- og loftlagsmál í samvinnu Reykjavíkurborgar, Hafnarfjarðarbæjar og Mosfellsbæjar. Ræðumenn eru Unnur Steina Björnsdóttir, læknir og dósent við HÍ, Gunnar Hersveinn, heimspekingur, Halldóra Thoroddsen rithöfundur, Ólafur Guðmundsson, tæknistjóri EuroRAP og Ómar Ragnarsson, fréttamaður. Fundarstjóri er Leifur Hauksson, útvarpmaður.
Iðnó, Vonarstræti 3.
Föstudagur 19. September
Driving sustainability ’08 – Ráðstefna um orkugjafa framtíðarinnar í samgöngum.
Framhald, sjá dagskrá fimmtudags.
Strætódagur: lúðrasveit og ljóð í Strætó
Ný strætórein ,,rauði dregillinn“ á Miklubraut verður formlega opnuð við hátíðlega athöfn
Leynileikfélagið Stígis útbýr ljóðamenn sem koma sér haganlega fyrir í strætisvögnum.
Lúðrasveitin Svanur ferðast um borgina í gömlum strætó og stígur út hér og þar og leikur fyrir viðstadda.
Forsmekkur að flóðinu. Forlagið birtir upphafskafla væntanlegra bóka - íslenskra og þþddra - fyrir börn og fullorðna í Strætó.
Laugardagur 20. september
Hjólalestir sem henta allri fjölskyldunni leggja af stað til Nauthólsvíkur.
11:30 frá Hafnarborg í Hafnarfirði
12:10 frá Sjálandsskóla í Garðabæ
12:50 frá Gerðasafni í Kópavogi
11:30 frá nýja Miðbæjartorginu í Mosfellsbæ
12:00 frá Hallsteinshöfða í Grafarvogi
12:30 frá Minjasfni Orkuveitunnar í Elliðaárdal
13:00 frá Vesturbæjarlaug
13:45 Allir hjóla saman frá Nauthólsvík að Ráðhúsi Reykjavíkur
14:10 Felix Bergsson, leikari, tekur á móti gestum og leikur við hvern sinn fingur
14:30 Tjarnarspretturinn
Borgarstjórinn í Reykjavík, Hanna Birna Kristjánsdóttir, setur þennan árvissa viðburð á Samgönguviku. Þaulvanir keppnismenn í hjólreiðum keppa á götuhjólum hringinn í kringum Tjörnina í Reykjavík. Hjólaðir eru 15 hringir í karlaflokki og 10 hringir í kvennaflokki. Keppnin er einstaklega áhorfendavæn. Keppendur ná miklum hraða í hringnum og þurfa að takast á við krappar beygjur á mikilli ferð. Allir hvattir til þess að koma klappa og hvetja.
15:00 Hjólasirkus Landsliðið í hjólaleikni leikur listir sínar.
Hjólreiðafélag Reykjavíkur kynnir starfsemi sína og hjólafærni á skjám í Ráðhúsinu.
Ný hjólastígakort verða gefin út með öllum hjólastígum á höfuðborgarsvæðinu.
15:30 Verðlaunaafhending
afhent verða verðlaun í Tjarnarsprettinum.
Boðið verður uppá léttar veitingar í Ráðhúsinu og dagskrá lýkur kl. 16:00.
Sunnudagur 21. september
12:15 Hjólatúr í Samgönguhverfi ársins, Grafarvogi. Hjólað um hverfið á hraða sem hentar allri fjölskyldunni. Vakin athygli á ýmsu í nánasta umhverfinu sem mörgum yfirsést. Lagt að stað frá Borgarholtsskóla.
Mánudagurinn 22. September
Í bæinn án bílsins. íbúar eru hvattir til þess að hvíla bílinn í einn dag og nota aðra samgöngukosti, svo sem að hjóla, ganga eða að taka strætó. Í tilefni dagsins verður Pósthússtræti lokað og meistaranemar í Lþðheilsufræði við Háskólann í Reykjavík bjóða skólabörnum til leiks.
Birt:
Tilvitnun:
Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkur „Samgönguvika 2008“, Náttúran.is: Sept. 13, 2008 URL: http://nature.is/d/2008/09/13/samgonguvika-i-reykjavik/ [Skoðað:Oct. 4, 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: Sept. 15, 2008