Varðandi þingsályktunartillögu um hagsmuni Íslands í loftslagsmálum
Náttúruverndarsamtök Íslands vilja vekja athygli á yfirlýsingu Breytenda - ungliðahreyfingar Hjálparstarfs kirkjunnar:
Við Breytendur, ungliðahreyfing Hjálparstarfs kirkjunnar, lþsum yfir ótta okkar vegna fyrirhugaðrar þingsályktunnar um Íslandsákvæði Kyoto bókunarinnar um takmörkun útblásturs gróðurhúsalofttegunda. Ályktunin felur m.a. í sér að Íslendingar sæki um áframhaldandi undaný águ til að auka útblástur gróðurhúsalofttegunda á meðan önnur lönd heimsins sameinast um að minnka útblástur. Þetta þykir okkur sérstaklega afkáralegt í ljósi þess að vísindamenn hvaðanæva úr heiminum hafa nýlega sammælst um að allt verði að gera strax til að minnka enn frekar útblástur gróðurhúsalofttegunda til að sporna við hlýnun jarðar.
Hlýnun jarðar veldur því að eyðimerkur stækka sem aldrei fyrr, sjávarmál hækkar þannig að láglendi og eyjur víða um heim eru að fara í kaf. Aðgengi fólks að hreinu vatni í heiminum hefur minnkað undanfarin ár, sérstaklega í þeim löndum sem eru fátækust. Allt þetta þýðir að fjöldi fólks missir lífsviðurværi sitt og neyðist til að flytja frá heimkynnum sínum. Nú þegar er talið að yfir 25 milljónir manna hafi þurft að flþja heimili sín vegna áhrifa hlýnunar jarðar* og fyrirsjáanlegt er að sú tala muni verða um 150 milljónir árið 2050**. Er hægt að rekja þessa þróun beint til þess að helstu iðnríki heims hafa undanfarna áratugi sniðgengið reglur um takmörkun útblásturs fyrrnefndra gróðurhúsalofttegunda.
Breytendur skora á Alþingismenn að sýna þá ábyrgð í verki að samþykkja ekki þessa þingsályktunartillögu. Verði þessi ályktun samþykkt á Alþingi krefjumst við þess að henni fylgi frumvarp sem sýni hvernig íslenska þjóðin muni bæta þann skaða sem hún verður beint valdur af í þróunarlöndum heimsins með aukinni losun gróðurhúsalofttegunda. Erum við til að mynda tilbúin að taka á móti því flóttafólki sem flþja þarf heimili sín af okkar sökum?
* World Disasters Report 2001 International Federation of Red Cross and Red Crescent Societies.
**skv. IPCC Sjá umfjöllun á Wikipedia.
Með kveðju, Changemaker-Breytendur changemaker.is
Birt:
Tilvitnun:
Breytendur „Varðandi þingsályktunartillögu um hagsmuni Íslands í loftslagsmálum“, Náttúran.is: 2. apríl 2009 URL: http://nature.is/d/2009/04/02/varoandi-thingsalyktunartillogu-um-hagsmuni-island/ [Skoðað:22. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.