Sól á Suðurnesjum - Fundur í Saltfisksetrinu í Grindavík
„Álver í Helguvík, virkjanir og háspennulínur í Grindavík“.
Sól á Suðurnesjum heldur opinn fund í Saltfisksetrinu í Grindavík þriðjudaginn 13. 02. kl. 20:00.
-
Sól á Suðuresjum er þverpólitískur hópur fólks sem hefur þau markmið að varðveita náttúrufar og landslagsheildir Reykjanesskagans, opna umræðu meðal almennings á Suðurnesjum um áhrif álver á umhverfi og samfélag og knýja fram kosningar um álver í Helguvík og virkjanir og orkuflutningamannvirki á Reykjanesskaganum.
Dagskrá fundarins:
Samtökin Sól á Suðurnesjum og markmið þeirra
Guðbjörg Rannveig Jóhannsdóttir, heimspekingur og talskona Sólar á Suðurlandi.
Umhverfisáhrif álvers í Helguvík
Bergur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Landverndar.
Útivist á Reykjanesskaganum
Börkur Karlsson, leiðsögumaður
Opnar umræður
-
Við hvetjum alla Grindvíkinga sem vilja kynna sér málið og taka þátt í að opna fyrir umræðu í samfélaginu til að mæta!
-
Sól á Suðurnesjum
Sjá bloggsíðu Sólar á Suðurnesjum.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Sól á Suðurnesjum - Fundur í Saltfisksetrinu í Grindavík“, Náttúran.is: 13. febrúar 2007 URL: http://nature.is/d/2007/03/16/solasudurnesjum_fundurgrindavik/ [Skoðað:21. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 16. mars 2007