Svifryksmengun í Reykjavík í dag
Líkur eru á að styrkur svifryks verði yfir mörkum í Reykjavík í dag, 13. maí. Svifryksmengunin virðist helst berast til borgarinnar frá meginlandi Evrópu og með sandstormum í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Styrkur ósons (O3) er einnig hár.
Sólarhringsmörk svifryks (PM10) eru 50 míkrógrömm á rúmmetra en hálftímagildið mældist klukkan 11 í dag 165 á Grensásvegi og 138 í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum.
Þeir sem eru með viðkvæm öndunarfæri er ráðlagt að taka tillit til þessa. Hægt er fylgjast með styrk svifryks á heimasíðu Reykjavíkurborgar (www.reykjavik.is). Starfað er eftir viðbragðsáætlun Heilbrigðisnefndar Reykjavíkur um loftgæði í borginni. Svifryk má samkvæmt reglugerð nr. 251/2002 fara 12 sinnum yfir heilsuverndarmörk árið 2009.
Styrkur ósons (O3) er einnig hár í dag en það berst frá meginlandi Evrópu. Umhverfisstofnun gefur út frekari tilkynningar um háan styrk ósons samkvæmt reglugerð og veitir nánari upplýsingar.
Viðbragðsáætlun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur - loftmengun,
www.ust.is,
Sjá frekari upplýsingar um svifryk,
Promot - loftgæðaspár fyrir Evrópu.
Birt:
Tilvitnun:
Gunnar Hersveinn „Svifryksmengun í Reykjavík í dag “, Náttúran.is: 13. maí 2009 URL: http://nature.is/d/2009/05/13/svifryksmengun-i-reykjavik-i-dag/ [Skoðað:22. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.