Spurningar sem þingmenn verða að svara
Náttúruverndarsamtök Íslands fagna þeirri ákvörðun Steingríms J. Sigfússonar að endurskoða umdeilda ákvörðun fyrirrennara síns um að leyfa veiðar á 100 hrefnum og 150 langreyðum árlega næstu fimm ár. Áður en lengra er haldið er brýnt að Alþingi og ríkisstjórn svari eftirfarandi spurningum:
Ísland hefur fullgilt Hafréttarsáttmálann og barist fyrir fullgildingu hans á alþjóðavettvangi. Því er hætt á að Ísland verði sakað um tvískinnung gangi ákvörðun Einars K. Guðfinnssonar eftir; ákvörðun sem flest bendir til að sé fremur pólitískur gambítur og muni ekki bæta neinu við útflutningstekjur landsins.
- Hvað kostar kíló af hrefnu- eða langreyðarkjöti út úr búð í Japan?
- Hvað kostar að flytja kjötið til Japan?
- Hvernig hyggjast útflytjendur forðast umskipun í ríkjum sem eiga aðild að CITES-samningnum um bann við verslun með dýr í útrýmingarhættu og þannig koma í veg fyrir að kjötið verði gert upptækt eða endursent (slíkt hefur gerst)?
- Eða, hyggjast hvalkjöjtsútflytjendur senda hundruð tonna af hvalkjöti með flugfrakt beint Norðurpólinn?
- Hvað er mikið eftir þegar flutningskostnaður hefur verið greiddur?
- Nægir það til að greiða 2-300 ársstörf?
- Eða, eru þetta tímabundin eða hlutastörf og hvað gera það þá mörg ársstörf?
- Hversu mikill hluti af dýrinu er selt? Og þá hvað fer í hvað? Og hverju er hent?
- Er til viljayfirlýsing ("letter of intent") frá japönskum kaupendum um magn á ársgrundvelli?
- Hvernig hefur sala á hvalkjöti Í Japan þróast á s.l. 10 ár?
- Er um söluaukningu að ræða? Eða hefur sala dregist saman?
- Hversu miklar birgðir af hvalkjöti eru til í Japan?
- Munu japönsk stjórnvöld einungis kaupa af íslenskum hvalveiðimönnum en ekki norskum?
- Eru málefnaleg rök fyrir að Japan flytji inn hvalkjöt frá Íslandi en ekki Noregi?
- Hvernig mun hvalkjötsmarkaðurinn í Japan þróast ef norskir hvalfangarar bæta við afurðum af 500 hrefnum?
Ísland hefur fullgilt Hafréttarsáttmálann og barist fyrir fullgildingu hans á alþjóðavettvangi. Því er hætt á að Ísland verði sakað um tvískinnung gangi ákvörðun Einars K. Guðfinnssonar eftir; ákvörðun sem flest bendir til að sé fremur pólitískur gambítur og muni ekki bæta neinu við útflutningstekjur landsins.
Birt:
9. febrúar 2009
Tilvitnun:
Árni Finnsson „Spurningar sem þingmenn verða að svara “, Náttúran.is: 9. febrúar 2009 URL: http://nature.is/d/2009/02/09/spurningar-sem-thingmenn-veroa-ao-svara/ [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.