Náttúra, vald, verðmæti - Heimspekikaffihús
Ólafur Páll Jónsson heimspekingur mun standa fyrir heimspekikaffihúsi þar sem fjallað verður um náttúru, vald og verðmæti á Súfistanum bókakaffi í Bókabúð Máls og menningar, fimmtudagskvöldið 21. júní klukkan 20:00. Ólafur Páll gaf nýlega út bókina Náttúra, vald og verðmæti (Hið íslenska bókmenntafélag 2007) þar sem hann glímir við ýmsar grundvallarspurningar um samband manns og náttúru, meðferð valds í lýðræðissamfélagi og rætur þeirra verðmæta sem gefa mannlegri tilveru gildi.
Heimspekikaffihúsið er öllum opið og byggist á samræðu viðstaddra um tiltekið efni sem fólk hefur áhuga á að ræða. Á fimmtudaginn er gert ráð fyrir að samræðan tengist bók Ólafs Páls og skyldum efnum.
Hugmyndin um heimspekikaffihús á rætur að rekja til morgunfundar heimspekings og nokkurra kunningja hans á kaffihúsi í París árið 1992. Róbert Jack, heimspekingur og höfundur bókarinnar Hversdagsheimspeki (Háskólaútgáfan 2006), stóð fyrir fyrsta íslenska heimspekikaffihúsinu haustið 2005. Heimspekikaffihús er ekki háfleyg rökræða nokkurra útlærðra heimspekinga heldur heimspekileg samræða á venjulegu mannamáli. Hver sem er getur tekið þátt í henni svo framarlega sem hann er tilbúinn að hlusta á aðra og færa rök fyrir máli sínu.
Heimspekikaffihúsið er öllum opið og byggist á samræðu viðstaddra um tiltekið efni sem fólk hefur áhuga á að ræða. Á fimmtudaginn er gert ráð fyrir að samræðan tengist bók Ólafs Páls og skyldum efnum.
Hugmyndin um heimspekikaffihús á rætur að rekja til morgunfundar heimspekings og nokkurra kunningja hans á kaffihúsi í París árið 1992. Róbert Jack, heimspekingur og höfundur bókarinnar Hversdagsheimspeki (Háskólaútgáfan 2006), stóð fyrir fyrsta íslenska heimspekikaffihúsinu haustið 2005. Heimspekikaffihús er ekki háfleyg rökræða nokkurra útlærðra heimspekinga heldur heimspekileg samræða á venjulegu mannamáli. Hver sem er getur tekið þátt í henni svo framarlega sem hann er tilbúinn að hlusta á aðra og færa rök fyrir máli sínu.
Á Heimspekivef Háskóla Íslands er fróðleg grein um heimspekikaffihús .
Ólafur Páll Jónsson er lektor í heimspeki við Kennaraháskóla Íslands.
Myndin er af ný útkominni bók Ólafs Páls, Náttúra, vald og verðmæti.
Birt:
19. júní 2007
Tilvitnun:
Ólafur Páll Jónsson „Náttúra, vald, verðmæti - Heimspekikaffihús“, Náttúran.is: 19. júní 2007 URL: http://nature.is/d/2007/06/19/nttra-vald-vermti-heimspekikaffihs/ [Skoðað:22. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.