Skþr vilji almennings: Stóriðjufyrirtæki eiga
að greiða fyrir losun sína á gróðurhúsaofttegundum.

Samkvæmt skoðanakönnun sem Capacent Gallup gerði fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands á tímabilinu 31. október til 11 nóvember s.l. telja 95,4% aðspurðra að stóriðjufyrirtæki eigi að greiða fyrir losun sína á gróðurhúsalofttegundum,* 3,3% voru ósammála og 1,3% tóku ekki afstöðu.

Þessi niðurstaða Capacent Gallup bendir eindregið til að almenningur hafni sérstökum undaný águm fyrir áliðnað á Íslandi. Álfyrirtækin verði sjálf að bera kostnaðinn af eigin mengun. Það er skylda íslenskra stjórnvalda að stuðla að samkomulagi á loftslagsþinginu í Bali um samningsumboð er geri alþjóðasamfélaginu kleyft að ná samkomulagi um verulegan samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda í Kaupmannahöfn árið 2009.

Til samanburðar taldi þorri aðspurðra, 82,9%, að öll fyrirtæki eigi að greiða fyrir losun sína á gróðurhúsalofttegundum.**

Meirihluti aðspurðra, 49% aðspurðra telja að almenningur eigi að greiða fyrir losun sína á gróðurhúsalofttegundum, 44,6% voru því ósammála og 6,3% tóku ekki afstöðu.*** Meðal almennings er ríkur vilji til að taka á sig kostnað vegna aðgerða stjórnvalda til að draga úr útstreymi gróðurhúsalofttegunda. Ríkisstjórn Íslands veit enn ekki hvað hún vill gera. Í dag hófst í Bali 13. loftslagsþing aðildarríkja Rammasamnings Sameinuðu þjóðanna í loftslagsbreytingar. Árni Finnsson situr þingið fyrir hönd Náttúruverndarsamtaka Íslands.

*Spurt var: Hversu sammála eða ósammála ertu því að stóriðjufyrirtæki eigi að greiða fyrir losun sína á gróðurhúsalofttegundum?
** Spurt var: Hversu sammála eða ósammála ertu því að öll fyrirtæki greiði fyrir losun sína á gróðurhúsalofttegundum?
***Spurt var: Hversu sammála eða ósammála ertu því að almenningur greiði fyrir losun sína á gróðurhúsalofttegundum?
Birt:
3. desember 2007
Tilvitnun:
Náttúruverndarsamtök Íslands „Stóriðjufyrirtæki eiga að greiða fyrir losun“, Náttúran.is: 3. desember 2007 URL: http://nature.is/d/2007/12/03/storiojufyrirtaeki-eiga/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: