Afleiddur kostnaður við nagladekk

Nagladekk spæna upp malbikið á götum borgarinnar hundrað sinnum hraðar en naglalaus dekk og eru þau ein helsta uppspretta svifryks í Reykjavík. 44% bifreiða voru á nöglum í apríl 2008. Svifryksmengunar í Reykjavík gætir mest að vetri til þegar veður er þurrt og kalt, lítill raki er í andrúmslofti og umferð mikil. Svifryk hefur farið 22 sinnum yfir heilsuverndarmörk á þessu ári en mátti einungis fara 18 sinnum yfir á árinu samkvæmt reglugerð nr. 251/2002. Svifryk fór síðast yfir heilsuverndarmörk 1. nóvember og þar áður 20. og 27. október.
Svifryk (PM10) eru örfínar agnir sem eru skaðlegar ef þær komast í lungu fólks. Svifryk á götum borgarinnar er bæði vegna slits á malbiki og vegna uppþyrlunar á aðfluttu ryki eins og jarðvegsryki. Notkun góðra vetrardekkja í stað nagladekkja myndi bæði draga úr svifryksmengun og kostnaði vegna viðhalds gatna. Heilsuverndarmörk svifryks eru 50 míkrógrömm á rúmmetra á sólarhring.
Birt:
5. nóvember 2008
Tilvitnun:
Gunnar Hersveinn „Afleiddur kostnaður við nagladekk“, Náttúran.is: 5. nóvember 2008 URL: http://nature.is/d/2008/11/05/afleiddur-kostnaour-vio-nagladekk/ [Skoðað:14. mars 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.